Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 68
66
vegalengd ferðast höfuðið á honum,
heldur en fæturnir?” spyrhann.
,,Það er undir því komið,” svarar
Alfræðibókin, ,,hversu hár maður
er.”
, ,Gerum ráð fyrir að hann sé 1,80 á
hæð og gangi kringum hana á
miðjarðarlínu — fjörutíu þúsund
tvö hundruð tuttugu og fímm
kílómetra,” sagði drengurinn.
Alfræðibókin krotar eitthvað á
blað. „Höfuðið myndi ferðast 61,14
metrum lengra en fæturnir,” svaraði
hann.
„Hárrétt,” sagði drengurinn.
,,Það var búið að segja mér að þú
klikkaðir ekki. Nú veit ég að það er
rétt. Mér líkar við þig. ’ ’
Hann lagði 10 kr. á bensln-
brúsann.
,,Ég heiti Hector Ames,” sagði
hann. ,,Ég bý í vesturbænum og ég
hef mikinn áhuga á jörðinni. Mig
langartil að fáþigí vinnu.”
,,Áhuga á jörðinni?” át Alfræði-
bókin upp eftir honum.
,,Nei, meiri ájustin Mudd,” sagði
Hector. Svo sagði hann frá. Hann var
forseti jarðfræðiklúbbs unglinga í
Idaville og Justin Mudd vildi ganga 1
hann.
,,Áður en nokkur fær aðgang
höfum við viðtal við hann, sem sker
úr um hvort hann fær inngöngui eða
ekki,” sagði Hector.
,,Hvað á ég að gera?” spurði
Alfræðibókin.
,Justin segir að hann hafi ferðast
um allan heiminn, líka til Afrlku.
ÚRVAL
Klúbburinn okkar gæti haft þörf fyrir
þvílíkan mann.”
,,En við erum ekki nógu fróð til að
skera úr um hvort hann er að segja
satt eða ekki. Þess vegna langar okkur
að þú hlustir á hann. ”
,,Hvers vegna heldur þú að hann
skrökvi?”
,,Við klúbbfélagarnir förum oft á
kappleiki,” svaraði Hector.
„Stundum fáum við frítt inn vegna
þess hve duglegir við erum við
jarðfræðiverkefni fyrir bæinn.”
„Nú skil ég,” sagði Alfræðibókin.
„Þið haldið að Justin vilji
ganga í klúbbinn til þess að spara
peninga en ekki til að rannsaka
landið. Ég skal taka þetta að mér.
Drengirnir í klúbbnum voru mættir
heima hjá Hectori, þegar Alfræði-
bókin kom. Þar var hann kynntur
fyrir stjórn klúbbsins. Þegar Justin
kom tóku sér allir sæti í setustofúnni
og viðtalið hófst.
Justin svaraði ýmsum spurningum
sem lagðar voru fyrir hann. Hann
ætlaði að safna gömlum dagblöðum
til enduriðnaðar, og hann hafði
áhuga á að stöðva mengun.
Spurningarnar héldu áfram nokkra
stund. Justin stóð sig vel. Að lokum
spurði einkaritari klúbbsins, Mary
Dowling, hann um ferðalög hans.
„Við hefðum gaman af að heyra
þig segja frá lífi villtra dýra annars
staðarí heiminum,” sagði hún.
Hector hallaði sér að Alfræði-
bókinni. „Á þvl sviði gæti Justin