Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 102
100
ÚRVAL
Dœmið manninn eftir tönnum hans en ekki aldri, segir
rússneskur málsháttur. Og góðar tennur eru í reynd
kennimark góðrar heilbrigði. Fáir geta þó umflúið þá
óþægilegu tilfinningu sem tannborinn veldur, og jafnvel
ekki aðgervitennur leysiþeirra eigin tennur af hólmi.
ER HÆGT
AÐ RÆKTA NÝJAR
TENNUR?
— Nelli Klevtsjikjina —
•A' R í alvöru hægt að láta
jj; nýja, náttúrlega tönn
Ú) vaxa í stað annarrar sem
vfj maður hefur misst? Vís-
kK indamenn í Dagjestan
(sjálfstjórnarlýðveldi í Norður-Káka-
sus) hafa leyst af höndum velheppnað
starf á þessu sviði. Meðal annars hafa
þeir fundið aðferð til ígræðslu svo-
kallaðs tanngræðlings, beinvefs, sem
líkist lítilli bólu, fylltri hlaupkennd-
um massa, sem þroskast og verður að
venjulegri, eðlilegri tönn.
,,Sjálf hugmyndin að þessari að-
ferð,” segir prófessor Magomed
Maksúdof, stjórnandi rannsóknanna,
,,er ekki ný. Tannígræðslutilraunir á
dýrum hófust þegar á 19- öld. Það er
rétt, að fjölmörg mistök ólu á vantrú
á slíkum aðgerðum. En eftir því sem
framfarir jukust á sviði lækna- og líf-
fræðivísinda varð von um árangur
smám saman raunhæfari.
í Dagjestan hófust þessar rann-
sóknir fyrir um tíu árum. Þegar við
byrjuðum tilraunir með ígræðslu
— Úr Sputnik —