Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 59
SVIPMYNDIR FRA
SOVÉTRÍKJUNUM
57
,,Þú munt aldrei framar stíga fæti á sovéska grund,” hvæsti
ofsareiður KGB-foringi, þegar George Feifer var rekinn úr landi
árið 1971. Þegar bandaríski blaðamaðurinn kom út á flugvöll
næsta morgun var leitað á honum og af honum teknar minnis-
bækurnar sem innihéldu fyrstu fullkomnu ævisögu Alexanders
Soltsénitsins. Enda þótt Feifer hefði tekið afrit af minnisbókunum
og fengi þær síðar eftir öðrum leiðum var brottreksturinn alvarlegt
áfall fyrir hann og lokaði hann frá landinu sem hann þekkti svo
vel. Hann hafði fyrst komið til Rússlands sem ungur leiðsögu-
maður árið 1959, þegar bandaríska sýningin var haldin í Moskvu.
Þremur árum síðar kom hann þangað aftur og þá sem skiptinemi
við Moskvuháskólann. Feifer fór margar ferðir til Sovétríkjanna
eftir þetta, og afraksturinn birtist í sjö bókum og fjöldamörgum
blaðagreinum.
Þegar verið var að undirbúa ólympíuleikana 1 Moskvu sótti
Feifer enn einu sinni um vegabréfsáritun til Sovétríkjanna.
Honum til mikillar undrunar fékk hann hana, og þar með gafst
honum tækifæri til þess að sjá með eigin augum breytingarnar,
sem orðið höfðu undanfarin níu ár. Hér fer á eftir frásögn hans af
því sem fyrir augun bar.
— George Feifer —
***** LUGVÉLIN þaut í
austurátt frá dagsbirt-
unni og hlýju sólseturs-
* ins, yfir eyðileg fenja-
* *
* * F * *
* *
***** lönd og skóga. Mig
langaði mest til þess að rétta út hönd-
ina og strjúka burtu dapurleikann,
sem hvíldi yfir þessari heimsálfu.
Samt var dapurleikinn mér ekki
jafnofarlega í huga og kvíðinn.
Myndi nú ekki hinn hefnigjarni
KGB-foringi sem hafði hrellt mig á
fyrri ferðum bíða mín á Séremetévo-
flugvelli? Það gerði hann ekki. Þar
var aðeins bólugrafinn landamæra-
vörður í vegabréfaskoðuninni, sem
— Or Sunday Times —