Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 69
HEIMSHORNAFERDAMA DURINN
orðið klúbbnum að liði. Okkur
vantar dýrasérfræðing. ’ ’
,,Ég held að ég hafi séð öll dýr í
veröldinni,” hófjustin mál sitt.
,,Er farið vel með þau í öðrum
löndum?” spurði Stan Fletcher.
„Oftast, en ekki alltaf,” sagði
Justin. ,,Ég hitti eitt sinn mann í
Mexíkó sem átti bardagahana —
gamlan og rangeygan. Ég lét pabba
kaupa hanann svo hann gæti hætt að
berjast og eignast gott heimili.”
Börnin klöppuðu honum lóf í lófa.
,,Sástu grísi á ferðum þínum?”
spurði Dona Frye.
,,Dona er fróðust um grísi í öllu
Idaville,” hvíslaði Hector að Alfræði-
bókinni. ,,Hún sér ekki annað en
grísi.”
, ,Eitt sinn er við flugum yfir Þýska-
land fórum við yflr svlnabú,” sagði
Justin. „Grísirnir lyftu hausunum og
góndu á vélina, svo tvístruðust þeir í
allar áttir yfirkomnir af hræðslu. ’ ’
„Vélar hræða dýr,” sagði Silvester
Braun ergilegur. ,,Það er skömm að
því.”
„Hefurðu séð rígrisdýr?” spurði
Ken Wilson.
, Já, þegar ég var í Afríku með Ben
frænda, sáum við rígrisdýr ráðast á
gíraffafjölskyldu. ’ ’
,,Úfff,” stundiLucky Menken.
„Gíraffarnir hlupu í burtu, nema
einn. Hann lá á jörðinni og eitthvað
var að honum. Hann reyndi að standa
upp en var aðeins kominn upp á
framfæturna þegar rígrisdýrið drap
hann.”
67
Börnin hryllti við. Nokkur stund
leið þar til næsta spurning var borin
fram.
„Hvað er það furðulegasta, sem
fyrir þig hefur borið?” sagði Molly
Beal.
,,Ég var á uppskeruhátíð í Astralíu
og handsamaði þjóf. Maður, sem
heitir Austin, var búinn að temja
kengúruna Georg. Austin þessi var
vasaþjófur og notaði Georg til að fela
stolnu hlutina þar til hann komst
með þá til næsta bæjar.
„Hvernig fórstu að handsama
þennan Austin?” spurðiTed Willis.
,,Af heppni. Það vildi svo til að ég
sá hann stinga tveim seðlaveskjum í
poka Georgs. Austin var settur í
fangelsi. En Georg og maki hans
Fríða og barnið þeirra Marmaduke
voru sett í dýragarð.’’
„Lentirðu aldrei í lífsháska?”
spurði Bill Cohen.
„Því máttu trúa. Við pabbi
vorum í útilegu fyrir vestan. Nótt
eina tók ég eftir uglu í tré þar rétt hjá.
Hún hreyfði sig ekki, en hún fylgdi
með augunum eftir hverri hreyflngu
okkar. Ég hélt að hún ætlaði að stela
matnum okkar.”
„Gerði hún það?” spurði Sam
Benson.
„Nei, hún bjargaði lífi okkar, við
heyrðum vængjaþydnn þegar hún
flaug upp og pabbi sagði: „Það hefur
eitthvað hrætt ugluna.” Svo náði
hann í riffllinn sinn og skaut fjalla-
ljón sem var að sniglast í kringum
tjaldstæðið okkar.”