Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 32
30
ÚRVAL
því að þær líta á íkon sem heilaga
gripi, sem beri að sýna dýpstu
virðingu. Þegar ég var á ferð um
Sovétríkin nýlega, frétti ég af
gamalli, lasburða ekkju, sem býr
alein í bjálkakofa skammt norðan við
Leningrad. Alltaf öðru hverju fær
hún heimsóknir safnara, sem bjóða
henni svimandi upphæðir fyrir helgi-
mynd sem hún á. Hún er frá 13. öld
og sýnir heilgan Nikulás. En hún
hafnar öllum tilboðum, þótt hún
hafi úr litlu að spila. Hún er heit-
trúuð og á bágt með að skilja.'hvernig
nokkrum getur dottið í hug, að hún
leiði yfrrleitt hugann að því að selja
tengilið sinn við æðri máttarvöld.
íkonin eru grísk-kaþólskum
ómetanlegir fjölskyldudýrgripir. En
þeir eiga í vök að verjast gegn æ fleiri
guðleysingjum, sem lrta á þessar
helgimyndir sem hreina og klára
verslunarvöru. Til þess að fullnægja
hinni srvaxandi eftirspurn í hinum
vestræna heimi er árlega smyglað um
10.000 íkonum út úr Sovétríkjunum,
enda þótt það sé glæpsamlegt athæfi,
sem getur kostað fangelsi eða vinnu-
búðavist. Miklum hluta þessaraíkona
er smyglað til Vestur-Berlínar, þar
sem kaupendur bíða á brautarstöðv-
unum með troðfull seðlaveskin. Ekki
er óalgengt, að stór íkon, þar á meðal
ómetanleg meistaraverk, séu söguð
niður í minni stykki, sem auðveldara
er að fela í farangri. Sérfræðingar fella
síðan stykkin saman, og þannig eru
íkonin seld dýru verði t listmuna-
verslunum.
Orðið íkon er komið úr grísku og
þýðir einfaldlega mynd. Venjulega er
íkon mynd máluð á tré. Myndin sýnir
Jesú Krist, dýrling, engil eða aðra
heilaga veru, stundum atvik úr biblí-
unni. Ýmsir sérfræðingar halda því
fram, að þau íkon, sem falboðin eru,
séu ekki ósvikin. ,,Það sem greinir
íkon frá öðrum málverkum er andlegt
líf þeirra,” sagði einn þeirra við mig.
,,Og þetta andlega líf þrífst aðeins
þar sem trúin er til staðar. ’ ’
Grísk-kaþólskir, sem teljast meira
en 90 milljónir, sýna íkonum sínum
enn óblandna virðingu og átrúnað.
Þeir kyssa fjölskylduíkonið daglega,
tendra ljós við það, krjúpa fyrir því og
biðja til þess. Ég þekki vel stæðan
grískan lögfræðing sem staðhæfir að
hans verðmætasta eign sé miðlungs
merkilegt íkon frá 19. öld af
Jóhannesi skírara. ,,Örlög fjölskyldu
minnar eru tengd þessu íkoni kynslóð
fram af kynslóð,” segir hann. ,,Ég
fékk það eftir föður minn, en hann
erfði það eftir föður sinn, og á sínum
ríma fær sonur minn það eftir mig.
Það hefur veitt fjölskyldunni mikil-
vægan styrk í sérhverjum erfíðleikum,
sem hún hefúr átt við að etja. ’ ’
Auðmýktin gagnvart íkonunum
liflr jafnvel góðu lífí í hinum
guðlausu Sovétríkjum. I byrjun
sjötta áratugarins var hin sígilda
skáldsaga Tolstojs, Stríð og friður,
kvikmynduð, og þar komu hermenn
Rauða hersins fram sem statistar.
Meðan verið var að æfa atriðið, þar
sem herdeildirnar eru blessaðar