Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 32

Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 32
30 ÚRVAL því að þær líta á íkon sem heilaga gripi, sem beri að sýna dýpstu virðingu. Þegar ég var á ferð um Sovétríkin nýlega, frétti ég af gamalli, lasburða ekkju, sem býr alein í bjálkakofa skammt norðan við Leningrad. Alltaf öðru hverju fær hún heimsóknir safnara, sem bjóða henni svimandi upphæðir fyrir helgi- mynd sem hún á. Hún er frá 13. öld og sýnir heilgan Nikulás. En hún hafnar öllum tilboðum, þótt hún hafi úr litlu að spila. Hún er heit- trúuð og á bágt með að skilja.'hvernig nokkrum getur dottið í hug, að hún leiði yfrrleitt hugann að því að selja tengilið sinn við æðri máttarvöld. íkonin eru grísk-kaþólskum ómetanlegir fjölskyldudýrgripir. En þeir eiga í vök að verjast gegn æ fleiri guðleysingjum, sem lrta á þessar helgimyndir sem hreina og klára verslunarvöru. Til þess að fullnægja hinni srvaxandi eftirspurn í hinum vestræna heimi er árlega smyglað um 10.000 íkonum út úr Sovétríkjunum, enda þótt það sé glæpsamlegt athæfi, sem getur kostað fangelsi eða vinnu- búðavist. Miklum hluta þessaraíkona er smyglað til Vestur-Berlínar, þar sem kaupendur bíða á brautarstöðv- unum með troðfull seðlaveskin. Ekki er óalgengt, að stór íkon, þar á meðal ómetanleg meistaraverk, séu söguð niður í minni stykki, sem auðveldara er að fela í farangri. Sérfræðingar fella síðan stykkin saman, og þannig eru íkonin seld dýru verði t listmuna- verslunum. Orðið íkon er komið úr grísku og þýðir einfaldlega mynd. Venjulega er íkon mynd máluð á tré. Myndin sýnir Jesú Krist, dýrling, engil eða aðra heilaga veru, stundum atvik úr biblí- unni. Ýmsir sérfræðingar halda því fram, að þau íkon, sem falboðin eru, séu ekki ósvikin. ,,Það sem greinir íkon frá öðrum málverkum er andlegt líf þeirra,” sagði einn þeirra við mig. ,,Og þetta andlega líf þrífst aðeins þar sem trúin er til staðar. ’ ’ Grísk-kaþólskir, sem teljast meira en 90 milljónir, sýna íkonum sínum enn óblandna virðingu og átrúnað. Þeir kyssa fjölskylduíkonið daglega, tendra ljós við það, krjúpa fyrir því og biðja til þess. Ég þekki vel stæðan grískan lögfræðing sem staðhæfir að hans verðmætasta eign sé miðlungs merkilegt íkon frá 19. öld af Jóhannesi skírara. ,,Örlög fjölskyldu minnar eru tengd þessu íkoni kynslóð fram af kynslóð,” segir hann. ,,Ég fékk það eftir föður minn, en hann erfði það eftir föður sinn, og á sínum ríma fær sonur minn það eftir mig. Það hefur veitt fjölskyldunni mikil- vægan styrk í sérhverjum erfíðleikum, sem hún hefúr átt við að etja. ’ ’ Auðmýktin gagnvart íkonunum liflr jafnvel góðu lífí í hinum guðlausu Sovétríkjum. I byrjun sjötta áratugarins var hin sígilda skáldsaga Tolstojs, Stríð og friður, kvikmynduð, og þar komu hermenn Rauða hersins fram sem statistar. Meðan verið var að æfa atriðið, þar sem herdeildirnar eru blessaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.