Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 36
34
URVAL
þeirri fullkomnun, sem þau búa yfir.
Meðal margra listmálara á þessum
tíma, sem töldu sig hafa sótt eitthvað
til íkonlistarinnar, varHenri Matisse.
Það fer ekki hjá því, að það háa
verð, sem nú á dögum fæst fyriríkon,
freisti falsara. Sum fölsuð íkon eru
svo fullkomin, að þau hafa hafnað í
virtum einkasöfnum. Snjallir falsarar
geta unnið tré þannig að það virðist
gamalt, og þeir geta meðhöndlað
málninguna þannig að hún gæti allt
eins verið margra alda gömul. Þeir
geta einnig blettað málninguna
þannig að menn halda það óhrein-
indi liðinna alda.
I Sovétríkjunum á hinn aukni
áhugi á íkonum sinn þátt í trúarlegri
vakningu þar um slóðir. 5. júlí ár
hvert er farið með mynd af heilögum
Serge út í garðinn umhverfis klaustrið
í Tsagorsk, sem kennt er við hann.
Þegar ég heimsótti klaustrið nýlega
var sem hið dýrlega íkon, skreytt
böndum og villtum blómum, sygi til
sín sólarljósið, sem annars var í felum
bak við skýin. Rússneskar ömmur
með sínar sígildu skuplur, ungar
konur, gamlir karlar og ungir,
hópuðust í kringum íkonið til þess að
kyssa það. Meðan ég stóð og virti
þetta fyrir mér, skildi ég, hvers vegna
íkonin eru svona lifandi og hafa svona
mikið aðdráttarafl, ekki aðeins í
uppboðssölunum. Sérhver með tvö
augu og hjarta á réttum stað hlýtur að
skynja, hvernig þessar fögru myndir
mynda brú til æðstu og fegurstu and
legra krafta mannsins. ★
Leikkonan Irene Wort segir svo: „Áhorfandinn á rétt á eftirvæntingu
eins og barn sem er í leikhúsi í fyrsta sinn. Ég þekki lítinn dreng sem
fyrir skömmu sá Pétur Pan. Þegar leiknum var lokið sagði hann: ,,Ö,
tjald, tjald, ekki dragast fyrir!” Þannig á leikhúsið að vera.”
Dag nokkurn, er ég kom heim, fann ég miða frá fjórtán ára dóttur
minni, á honum stóð: ,,Kæra mamma! Líttu inn í þakaraofninn.” I
ofninum var annar miði og honum stóð: ,,Er hann ekki hreinn og
fallegur? Farðu nú fram á bað! Margir fleiri miðar voru hér og
þar um húsið sem allir höfðu samskonar boðskap að flytja mér. Að
lokum rakst ég á miða á rúminu mínu og á honum stóð: ,,Bestu
kveðjur vil minnar góðu mömmu.”
Til að standa ekki systur sinni að baki hafði sjö ára dóttir mín
einnig skrifað miða til mín sem hún hafði lagt á náttborðið. Þar stóð:
,,Kæra mamma, herbergið mitt er allt í drasli. Ég skal taka til á
morgun!”
— B. B.