Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 90
88
alóeblómin voru sprungin út allt
umhverfis hana. Fram að þessu hafði
hún notið þess að gæta hvíta
bamsins, verið stolt af því hve hænt
það var að henni. En nú kom allt fyrir
ekki, kitlandi hlátur þess og barnaleg
skrípilæti, sem hún tók venjulega
þátt í með glöðu sinni, nístu nú
hjarta hennar eins og það hefði verið
lagt með assegai.
Við sólarlag hittust þau eins og
venjulega, hún á leið heim, Sétanka
að smala fénu inn um þröngt
tréhliðið. Lautin sem var fundar-
staður þeirra lá fram undan tungu þar
sem sléttunni hallaði snögglega og
þröngur dalur myndaðist í sólbakað
umhverfið. Þennan stað hafði
drengurinn fundið dag nokkurn er
hann var að leita að týndu lambi.
Hvomgt sagði orð er fundum
þeirra bara saman en geislaflóð hníg-
andi sólar skaut roðagullnum bjarma
yflr þau og allt um kring. Seinna
sagði hún honum ríðindin. Angistar-
svipur færðist yfir andlit hans. Svo
varð hann reiður.
,,Þegar Móletúe hlær hneggjar
hann eins og hýena,” sagði hann
hæðnislega.
Hve karlmannlegur hann er, þegar
hann er reiður, hugsaði hún.
,,Þar að auki er hann eyrnasnepla-
laus eins og kona.”
,,Eg valdi hann ekki,” sagði
Kísúení vesaldarlega.
,,En hann getur reitt fram hátt
lobola. Hann er fjáður maður.” Það
var fyrirlitning í röddinni.
ÚRVAL
,,Ekki fæ ég gripina,” svaraði hún
snöggt.
Það glampaði á hvítar tennurnar í
svörtu andliti drengsins, sem' nú var
roðasvart af ástríðu, reiði, vanmætti
og sárindum; allt þetta vall saman í
einn farveg:
Hví refsar hann mér með tungu
sinni, hugsaði hún. Hún var líka
vanmáttug, vissi að hún gat ekkert
gert. Foreldrar hennar höfðu afráðið
þetta. Vitaskuld varð hún að hlýða.
Samt. . .
,,Við getum strokið,” sagði
Sétanka biðjandi.
Hvert?” spurði Kísúení, en
vonaði samt að einhver leið væri þeim
fær.
,,Til borgarinnar.”
Vonarneisti hennar slokknaði áður
en henni vannst rími til að ylja sér við
hann.
,,Sonur ’Mkósa fór fyrir tveimur
árum, og nú er sagt að hann vinni á
undursamlegum stað þar sem vélar
vinna og búa til skó á fólk. Geturðu
ímyndað þér? Langar þig ekki að sjá
það?Oggangaí skóm ? ’ ’
Það langaði Kísúení ekki. Það væri
eins og refsing fyrir hana að þurfa að
fjötra fæturna í skóm. Þar að auki
trúði hún því ekki að vélar byggju til
skó. Sétanka var bara að spinna þetta
upp til að koma henni til að strjúka
úr ættarbyggðinni. Og ef þau nú
færu til borgarinnar, hvað áttu þau að
gera þar? I framandi heimi hvíta
mannsins? Henni hraus hugur við
því. Maður verður að hylja líkama