Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 62

Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 62
60 ÚRVAL Ein meginuppspretta óánægjunnar er vaxandi matvælaskortur —• eða það sem sumir kölluðu vaxandi hungur, en upphaf þess er að rekja til uppskerubrestsins árið 1975. Fyrir utan Markaðinn í Moskvu hitti ég konu frá Útsbek, sem lýsti ástandinuí heimabyggð sinni í nánd við Samarkand á þennan veg: „Síðast liðinn vetur kom skítugur flutninga- bíll frá sláturhúsinu hlaðinn beinum. Beinin voru hvít og skinin og varla hægt að segja að á þeim hafi verið kjöttutla. Á fáeinum mínútum höfðu einhverjir úr hverri einustu fjölskyldu á staðnum komið sér í röðina við bílinn í von um að fá eitthvað af þessum beinum, sem ekki voru einu sinni hundi bjóðandi. ’ ’ Frá markaðinum hélt ég niður að járnbrautarstöðvunum þremur við Ungkommúnistatorgið. Þar gat ég fylgst með þeim mikla fjölda fólks, líklega yfir milljón á degi hverjum, sem streymdi til borgarinnar úr nágrannabyggðunum í leit að matvælum. Bændur sögðu mér áhyggjufullir á svip, að unnar kjöt- vörur væru meðal þess sem ekki væri hægt að fá í aðeins 50 kílómetra fjarlægð frá Moskvu. Enginn gat látið sig dreyma um að fá nýtt kjöt. Þeir voru komnir í þeim tilgangi að nota daginn til þess að reyna að fylla pokana sína af niðursoðnum fiski, sem Moskvubúar sjálfir töldu óætan, og einnig ætluðu þeir að reyna að krækja sér í eitthvað af ódýrum pylsum. Þegar ég hvarf á braut árið 1971 höfðu meira að segja miðlungs góðar verslanir í Moskvu talið sér skylt að hafa á boðstólum vörur eins og pipar og frosinn þorsk. Hvort tveggja var nú ófáanlegt. Nýr fiskur var svo að segja alveg horfinn. Kjötið, sem fór stöðugt versnandi, var þar að auki venjulega uppselt um miðjan morgun. Moskvublaðið Pravda hefur meira að segja orðið að játa að skortur sé á kjöti, ostum, salti, sólblómaolíu og alls konar kornvörum í höfuð- borginni sjálfri. Pjotr Masérof í æðsta- ráðinu hefur varað við því að hið slæma efnahagsástand og tilraunir yfirvalda til þess að leyna því ,,grafi aðeins undan trú manna á því, sem í raun hefur verið vel gert.” í landi þar sem ekki er sagt frá því þegar Aeroflot-flugvélar farast né heldur matvælaskortinum, sem ríkjandi er, er þessi yfirlýsing merkilegri en ella væri. Margt annað en vöruskorturinn veldur Rússum vonbrigðum og líta þeir á það sem sönnun þess að efna- hagur Sovétríkjanna riði á barmi glöt- unar. Hver einasti maður, sem ég ræddi við, gat sagt mér smá sögu um efnahagslega ringulreið og , ,brjálæðið”. Mér var sagt að í héraði, þar sem gerð væri örvæntingarfull tilraun til þess að fylgja áætluninni sem þar hefði verið gerð, væru járn- brautarlestir notaðar á laun í því sambandi, á meðan í næsta byggðar- lagi lægju vagnhlöss af ávöxtum og rotnuðu. Aðrar lestir voru látnar aka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.