Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 99
VELGENGNI ER AD VERA VEL UPPLAGDUR
97
maður alltaf að hefjast handa við
erfiðasta verkefnið.
Fyrir nokkrum árum þegar var
verið að gefa út The Great Books of
the Western World\ tók ég að mér að
skrifa 102 ritgerðir sem hver um sig
átti að fjalla um einhverja af hinum
stórbrotnu hugmyndum sem höfund-
arnir gerðu að umræðuefni í sínum
bókum. Skriftirnar tóku mig tvö og
hálft ár, ég vann að þeim — með
öðrum verkefnum — sjö daga
vikunnar. Hefði ég leyft mér að skrifa
fyrst um þær hugmyndir sem mér
þóttu auðveldar viðfangs hefði ég
aldrei lokið skriftunum. Ég fann
mína eigin aðferð. Ég ákvað að skrifa
ritgerðirnar í stafrófsröð, frá orðinu
Angel til World, og leyfa sjálfum mér
aldrei að sleppa neinu úr. Á hverjum
morgni tók ég til við það erfiða verk-
efni sem það er að skrifa ritgerðir.
Reynslan sannaði mér einu sinni enn
að reglurnar giltu.
Þreyta sem birtist í því að maður
vinnur hlutina ekki rétt er erfiðari
viðureignar. í þessu tilfelli er ekkert
því til fyrirstöðu að hefja verkið, en
þess í stað virðumst við alls ekki geta
leyst það á réttan hátt. Erfiðleikarnir
virðast óyfirstíganlegir og hversu hart
sem við leggjum að okkur endurtaka
mistökin sig aftur og aftur. Þessi
síendurteknu mistök færa með sér
síaukna andlega þreytu. Þegar þannig
er ástatt legg ég eins hart að mér og
ég get — læt svo undirvitundina taka
við.
Þegar ég var að undirbúa
fimmtándu útgáfu Encyclopaedia
Britannica, þurfti ég að gera atriða-
skrá yfir innihald greinanna sem
raðað var í stafrófsröð. Svona hafði
aldrei verið unnið áður og dag eftir
dag komst ég að niðurstöðum sem
gátu ekki gengið. Þreytan var að yfrr-
buga mig.
Dag einn, þreyttur á sálinni, gerði
ég lista yfir ástæður þess að ég gat
ekki leyst þetta verkefni. Ég reyndi að
sannfæra sjálfan mig um að það sem
mér virtist óleysanlegt vœri það í
rauninni. Mér létti nokkuð við þetta,
tók mér sæti í hægindastól og
sofnaði.
Um það bil klukkustund síðar
vaknaði ég og hafði lausnina Ijós-
lifandi í huga mér. Á næstu vikum á
eftir sannaði hugmyndin sem undir-
vitundin hafði fært mér ágæti sitt við
hvert nýtt þrep verksins. Þó ég ynni
hörðum höndum eins og fyrr, ef ekki
harðari, varð ég ekki meira var við
þreytu eða leiða. Nú var góður
árangur gagntakandi í stað þreytunn-
ar áður sem hafði verið svo niður-
drepandi. Lífið býður upp á fátt sem
gefur meiri orku heldur en sigur yfir
erfiðleikunum. Það leysir aukinn
kraft úr læðingi fyrir ný verkefni.
Stundum er gildran ekki falin í
sjálfu verkefninu, heldur í umhverf-
inu — eða svo virðist. Það er eins og
annað fólk komi í veg fyrir
velgengni okkar. En, eins og
Shakespeare segir í Júlíusi Sesar,
,,Kæri Brútus, veilan er ekki skrifuð í