Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 29
DA UÐINN í NORÐURSJÓNUM
þegar mennirnir í bát 1 heyrðu í
þyrlunni. Það var norska þyrlan
Viking 51 og Nils Roaldsöy höfuðs-
maður og menn hans fóru að draga
fyrstu mennina upp í björgunarvélina.
Viking 50 kom svo á staðinn og náði
upp 17 mönnum úr bát 5.
Eftir tveggja daga látlaust
björgunarstarf var tilkynnt hversu
margir hefðu farist. Alls hafði tekist
að bjarga 89 manns í skip og þyrlur,
en 123 voru látnir eða týndir. Kafarar
höfðu farið niður að Kielland. Send
höfðu verið merki inn í pallinn með
því að banka hann utan, en ekkert
heyrðist innan frá.
Flestir hinna látnu voru
Norðmenn. Þetta slys var mikið áfall
fyrir þær fjórar milljónir, sem í
landinu búa, og margir hverjir ,,eru
með annan fótinn á sjónum’ ’. Margir
Norðmenn áttu annaðhvort skyld-
menni, vini eða kunningja meðal
hinna látnu. Kirkjuklukkum var
hringt og útvarpsstöðvar léku sorgar-
lög.
Þegar þeir, sem bjargast höfðu,
voru komnir í land var strax farið að
27
kanna hvað hefði orsakað slysið.
Rannsóknarnefnd taldi að orsökin
hefði verið sprunga út frá 29 senti-
metra gati, sem borað hafði verið í
eina stoðina til þess að koma þar fyrir
rafeindatækjum, þegar verið var að
festa niður pallinn. Norsk stjórnvöld
settu nú enn strangari reglur en áður
varðandi byggingu og sjósetningu
Henrik Ibsens, annars palls, sem
nýlokið var við að smíða. Ibsen var
svo að segja nákvæmlega eins og
Kielland, og var sjósetningu hans
frestað til þess að hægt væri að styrkja
hann enn betur. Tveir aðrir pallar
voru einnig teknir til frekari
athugunar og prófana.
Norska stjórnin hefur síðan slysið
varð sýnt festu í því að herða eftir-
litið, þannig að slysahættan sé eins
lítil og mögulegt er, þótt aldrei sé
fullkomlega hægt að útiloka slysin.
Vel getur svo farið, að slysið, þegar
123 menn fórust á Alexander L.
Kielland, eins hörmulegt og það nú
var, eigi eftir að bjarga lífum annarra
manna, sem leggja út í hætturnar á
Norðursjónum í framtíðinni. ★
Vinkona mín sem stjórnar dagheimili var að leika „poppkornsleik”
með nokkrum þriggja ára börnum. Þau áttu að hnipra sig saman á
gólfínu og syngja poppkornssöng. Þegar lagið var búið áttu allir að
hrópa: Popp! Popp! Popp! og hoppa upp eins og fullpoppað
poppkorn.
Allt fór eftir áætlun, nema einn drengur var í hnipri og grafkyrr á
gólfinu: ,,Hvað er að, Georg?” spurði hún. ,,Af hverju gerirðu ekki
eins og hinir?”
„Éggetþað ekki,” svaraðihann. ,,Ég er brenndur við botninn.”