Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 81
HIN GÖFUGA LEITBÚDDA
79
stöðugt niður í andlegar
hugleiðingar.
Búdda fann til sterkra tengsla við
hin villtu dýr. Sagan segir að api hafi
fært honum hunangsvaxköku og
eitraður snákur hafi hjúfrað sig niður
í betliskál hans. Þó að Búdda hafi
ekki verið grænmetisæta, var hann á
móti hindúíska helgisiðnum að fórna
dýrum. Drykkjarvatn sitt úr upp-
sprettum og ám síaði hann, og bauð
munkum sínum að gera slíkt hið
sama, til þess að forðast það að þeir
innbyrtu örsmáar vatnalífverur um
leið og þeir drukku. Þegar afbrýði-
samt skyldmenni Búdda sleppti
drápsfíl lausum til höfuðs Búdda,
mætti Búdda fílnum óvarinn með
öllu og með mildri rödd sinni tókst
honum að róa dýrið. Það er engin
furða þótt Búdda væri í augum
samtíðarmanna sinna yfirnáttúrleg
vera.
Búdda lagði upp í lokaferð sína
þegar hann var áttræður. Þar sem
hann gekk yfir sléttur Indlands,
stansaði hann í afskekktum þorpum
og prédikaði yfir íbúunum. Mörg
voru augun sem fylgdu honum eftir
— visinn fetðalangur með sólhfif og
betliskál, en samt sem áður hreinn og
sannur prins. Góðhjartaður járn-
smiður sem átti mangótrjálund þar
sem Búdda hvíldist, færði honum
máltíð. Eftir máltíðina varð Búdda
altekinn kvölum og innri blæðing-
um.
Hann staulaðist áfram til Kusinara
(í dag Kasia) og þar bað hann hinn
trygga fylgdarmann sinn Ananda að
útbúa sér beð milli tveggja trjáa.
Þegar Búdda lagðist fyrir á hægri
hliðina undir trjánum, en helgisagan
segir að trén hafi verið í blóma þrátt
fyrir það að blómsturtímabilið hafi
verið á enda, glampaði líkami hans
eins og hann væri úr fægðu gulli.
Hann skipaði einum liðsmanna
sinna, sem hafði staðið yfir honum og
reynt að svala honum með blævæng,
að færa sig frá svo hann mætti betur
sjá himnesku herskarana sem
nálguðust til að bjóða hann velkom-
inn. „Reynið af fullri einlægni!”
sagði hann — og andi hans leið inn í
Nirvana.
I Kasia, í helgidómi á grösugum
stað þar sem aldnir og gáfaðir apar
halda til, þar liggur 6 metra löng
vera, hinn sofandi Búdda, hulin gulli
upp að hálsi. Þarna skilja pílagrímar
eftir litla, ferska blómvendi. Friður
ríkir á þessum síðasta viðkomustað
Búdda á leið hans — friður
vonarinnar sem rættist. ★
Maður staddur í sjávarréttaverslun virti fyrir sér tvær tunnur sem
stóðu hlið við hlið. I annarri kostaði humarinn 3 dollara en í hinni 4.
Meðan hann virti tunnurnar fyrir sér sá hann hvar humar skreið upp
úr 3 dollara tunnunni og lét sig detta niður í hina dýrari. ,,Æjá,”
dæsti maðurinn, „Svona skeður baraí Ameríku.” —R. K.