Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 11

Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 11
ÉG ER ÁNÆGÐ MED FERTUGSALDURINN 9 veröldinni gat hafa staðið á því að það fauk í mig — samviskubitið var miklu verra en reiðikastið. Með aldrinum hef ég fengið hemla: það er satt að í rauninni er ég jafnilla lynt og fyrr, en einhvern veginn er það orðið svo að ég virðist alveg geta haft hemil á því hvort ég æpi eða ekki. Ég held að ég hafi ekki sagt: ,,Ég hata,” í nokkrar vikur (að minnsta kosti klukkustundir); því það eru í rauninni fáir hlutir sem ég hata. Þetta hefur ekki gert mig hugmyndasnauða eða orðleiða, heldur gefíð mér ný atriði til umræðna. Ég drekki ekki öllu með afdráttarlausu hatri, ég get hlustað á röksemdir frá öndverðum meiði — og stundum hef ég skipt um skoðun. Ég er sterk og frjáls vegna þess að ég hef sannreynt að þá má forða frá slysum. Það voru til hlutir sem ég hélt að ómögulegt væri að lifa af, en nú hafa þeir dunio yfir, ef ekki sjálfa mig þá vini og ættingja. Ég hef séð furðuleg örlög í verki. Eiginmenn hafa verið drepnir, börn fædd vansköpuð, konur yfirgefnar, börn bækluð af slysum, heimili brennd til grunna — ég hef litast um og hlustað og grátið og hugsað að þetta væri of mikið fyrir nokkra manneskju að þola, og svo hef ég orðið undrandi yfir að sjá hvernig ný hamingja átti á vissan hátt rætur sínar að rekja til hörmunganna. Það eru hörmungar allt í kringum okkur og þegar ég hef eitthvað til að kvíða fyrir, kvíði ég minna fyrir en áður. Lítil börn ollu mér áhyggjum og gerðu mig þreytta — öll þessi ár af þreytandi kröfum — og nú eru góðu tímarnir upp mnnir. Ég sit við matar- borðið í faðmi fjölskyldunnar og við ræðum daginn og veginn í stað þess að vera yfirdómari seint og snemma. Ég uppgötva mér til sannrar ánægju að húsið verður mannlaust í fulla sjö tíma og að klukkan fjögur ætla ég í heimsókn. Það er ánægju- legt að börnin mín skuli vera orðin vinir mínir, eftir að hafa haldið aftur af ábyrgðartilfinningu sinni allan þennan tíma — þetta voru þá ekki mistök eftir allt. Mér fellur vel sú góða yfirsýn sem miður aldur gefur manni yfir aðra aldurshópa — unglingarnir skilja ekki þá gömlu og þeir gömlu skilja ekki unglingana til hlítar, en sá sem er miðaldra er í snertingu við hvort tveggja. Mér finnst spennandi að vera í þessari aðstöðu. En hver getur glaðst yfir hrukkunum sem við blasa er hann lítur í spegilinn og eru fylgifiskur hins miðja aldurs? Þetta atriði er sennilega eitt af þeim erfiðustu sem maður verður að sætta sig við — en það verður aðeins erfitt ef þú ert fordóma- full. Fyrir mig og milljónir annarra er tap æskufegurðar ekkert til að vera leiður yfir. í fyrsta lagi var hún aldrei til staðar. Það sem meira er, þegar þú ert miðaldra þarf enginn að segja þér að fegurðin ein sé allt — líttu í kringum þig og þú sérð að þannig er það. Þú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.