Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 43

Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 43
MANNDRÁPSVEDUR Á SHOSHONEVA TNI 41 sagnfræði og stjórnmálafræði, ásamt því að þjálfa íþróttalið við South Fremont menntaskólann í St. Antony, Idaho. Darrel var myndar- legur og herðabreiður og kenndi trú- fræði við sama skóla. Upptök hávaðans reyndust vera fylking drengjaskáta, í fimm skær- máluðum kanóum, átta drengirí allt, sem voru hluti könnunarhóps frá Idaho. I fylgd með táningunum voru Layne Reynolds, skátaforinginn þeirra, og John Bishoff, faðir eins drengsins. Við mynni skurðarins stansaði þessi smáfloti og ræðararnir hvíldust á meðan foringjarnir tveir reyndu að reikna út fyrirhugað tjaldstæði þeirra. Þó að þeir hefðu ekkert kort til að fara eftir, komust þeir að lokum að þeirri niðurstöðu að fyrirhugað tjaldstæði þeirra lægi fyrir hinum enda hins aflanga stöðuvatns. Reynolds áætlaði að fjarlægðin þangað væri um 6 kílómetrar og að það tæki þá aðeins eina klukkustund að róa yfír, í þessu fína veðri. Um fímmleytið voru þeir hálfnaðir yfír vatnið. í þremurfremstu kanóun- um voru sex reyndustu skátarnir, og innbyrðis icepptu þeir með léttum kraftmiklum áratogum. Fullorðnu mennirnir voru í fremri bátnum af tveim þeim slðustu en í hinum voru þeir tveir skátar, sem eftir voru. Vatnið umhverfist Stormurinn skall á án minns^ viðvörunar. Kim Bishoff og Brant Kerbs, í fremri fylkingunni, urðu fyrstir til þess að taka eftir honum. Rauð fótboltahúfa Kims fauk af kolli hans og hann hrópaði á Brant að hætta að röa. Brant var áhyggjufullur og krafðist þess að þeir reru áfram. Vindhviðurnar voru snarpar og hvítir öldutoppar ýfðu nú þegar vatnið. Enn óheillavænlegra var svart ský sem þrútnaði á himninum á vinstri hönd drengjanna. Þá skall dimmviðrið á og vatnið virtist gjósa eins og sprengju hefði verið varpað í miðju þess. Undir ágjöf aldna sem voru allt upp í tveggja metra háar, fylltist fremsti kanóinn og Daren Dayton og Darris Williams voru komnir útbyrðis og héngu á hliðum bátsins í jökul- köldu og ólgandi vatninu. Þó að Kim og Brant reru eins og óðir menn höfðu þeir enga stjórn á þvf í hvaða átt báturinn fór. Hann barst til hliðar í áttina að báti Daren og Darris, en Kim hrópaði til félaga síns að úti- lokað væri fyrir þá að taka farþega um borð. Kanó þeirra var úr trefja- gleri og hann hafði engin innbyggð lofthólf. Ef honum hvolfdi þá myndu þeir sökkva. Kim hrópaði til Daren og Darris og þeir myndu koma eftir þeim seinna og sneri síðan allri athygli sinna að því að berjast við öldurnar. í 45 mínútur reru Kim og Brant hvað þeir gátu á móti óveðrinu. öldurnar sem skullu á kanóinum á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.