Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 43
MANNDRÁPSVEDUR Á SHOSHONEVA TNI
41
sagnfræði og stjórnmálafræði, ásamt
því að þjálfa íþróttalið við South
Fremont menntaskólann í St.
Antony, Idaho. Darrel var myndar-
legur og herðabreiður og kenndi trú-
fræði við sama skóla.
Upptök hávaðans reyndust vera
fylking drengjaskáta, í fimm skær-
máluðum kanóum, átta drengirí allt,
sem voru hluti könnunarhóps frá
Idaho. I fylgd með táningunum voru
Layne Reynolds, skátaforinginn
þeirra, og John Bishoff, faðir eins
drengsins.
Við mynni skurðarins stansaði þessi
smáfloti og ræðararnir hvíldust á
meðan foringjarnir tveir reyndu að
reikna út fyrirhugað tjaldstæði þeirra.
Þó að þeir hefðu ekkert kort til að fara
eftir, komust þeir að lokum að þeirri
niðurstöðu að fyrirhugað tjaldstæði
þeirra lægi fyrir hinum enda hins
aflanga stöðuvatns. Reynolds áætlaði
að fjarlægðin þangað væri um 6
kílómetrar og að það tæki þá aðeins
eina klukkustund að róa yfír, í þessu
fína veðri.
Um fímmleytið voru þeir hálfnaðir
yfír vatnið. í þremurfremstu kanóun-
um voru sex reyndustu skátarnir, og
innbyrðis icepptu þeir með léttum
kraftmiklum áratogum. Fullorðnu
mennirnir voru í fremri bátnum af
tveim þeim slðustu en í hinum voru
þeir tveir skátar, sem eftir voru.
Vatnið umhverfist
Stormurinn skall á án minns^
viðvörunar. Kim Bishoff og Brant
Kerbs, í fremri fylkingunni, urðu
fyrstir til þess að taka eftir honum.
Rauð fótboltahúfa Kims fauk af kolli
hans og hann hrópaði á Brant að
hætta að röa. Brant var áhyggjufullur
og krafðist þess að þeir reru áfram.
Vindhviðurnar voru snarpar og
hvítir öldutoppar ýfðu nú þegar
vatnið. Enn óheillavænlegra var svart
ský sem þrútnaði á himninum á
vinstri hönd drengjanna. Þá skall
dimmviðrið á og vatnið virtist gjósa
eins og sprengju hefði verið varpað í
miðju þess.
Undir ágjöf aldna sem voru allt
upp í tveggja metra háar, fylltist
fremsti kanóinn og Daren Dayton og
Darris Williams voru komnir útbyrðis
og héngu á hliðum bátsins í jökul-
köldu og ólgandi vatninu. Þó að Kim
og Brant reru eins og óðir menn
höfðu þeir enga stjórn á þvf í hvaða
átt báturinn fór. Hann barst til hliðar
í áttina að báti Daren og Darris, en
Kim hrópaði til félaga síns að úti-
lokað væri fyrir þá að taka farþega
um borð. Kanó þeirra var úr trefja-
gleri og hann hafði engin innbyggð
lofthólf. Ef honum hvolfdi þá myndu
þeir sökkva. Kim hrópaði til Daren
og Darris og þeir myndu koma eftir
þeim seinna og sneri síðan allri
athygli sinna að því að berjast við
öldurnar.
í 45 mínútur reru Kim og Brant
hvað þeir gátu á móti óveðrinu.
öldurnar sem skullu á kanóinum á