Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 30
28
Ikon ? Hvað er það?,, Bœnir, málaðar á tré ’ ’, er haft eftir
kunnáttumanni um þessar fallegu, gömlu helgimyndir,
sem eru gnskkaþólskum það dýrmætasta í veröldinni,
styrkurþeirra íerfiðleikum lífsins.
ÍKON ORÐIN EFTIRSÖTT
— George Feifer —
*
m
m
m
N
tíMí IJMER eitt hundrað og
nítutíu, tónar uppboðs-
haldarinn, og stóri salur-
inn hjá Christies, hinu
fræga uppboðsfyrirtæki í
London, er á suðupunkti. Einmitt
þetta númer hefur dregið þangað
safnara og kaupendur frá flestum
löndum Evrópu, og tilboðin hækka
ört. Smám saman fækkar þeim, sem
bjóða, og loks fellur hamarinn: Selt
Partridge fyrir 17.325 sterlingspund,
segir uppboðshaldarinn.
Þessi dýrmæti forngripur sem 5.
mars 1975 var sleginn kaupanda á
vegum Metropolitan safnsins í New
York var rússneskt íkon frá 17. öld,
gimsteinum prýdd mynd, þekkt
undir nafninu Frelsarinn, sem ekki
var gjörður af manna höndum. Þetta
geysiháa verð var afleiðing af ört vax-
andi áhuga listfræðinga og áhuga-
manna á þessari tegund listaverka.
Fyrir aðeins um áratug hafði
enginn áhuga á íkonum. Nú selur
Christies-fyrirtækið íkon fyrir
tugmilljónir króna á ári. Og í Vestur-
Þýskalandi græða venjuleg vöruhús
drjúgan skilding á sölu íkona af
, ,miðlungsgæðum’ ’.
Mögum sannkristnum mann-
eskjum fellur þessi verslun illa,