Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 39
PRINSESSAN Á BA UNINNI
37
með sjálfri sér, en hún sagði
ekkert. Hún fór inn í svefnher-
bergið, tók allt úr rúminu og
setti baun á rúmbotninn: svo
tók hún tuttugu dýnur og lagði
þær ofan á baunina, þar ofan á
setti hún tuttugu æðardún-
sængur. Þarna átti prinsessan
að sofa um nóttina. Um
morguninn spurðu þau hana
hvernig hún hefði sofið.
,,Hræðilega illa!” sagði
hún. ,,Mér hefur varla komið
blundur á brá í alla nótt! ’ ’ Guð
almáttugur má vita á hverju ég
hefi eiginlega legið. Ég virðist
hafa legið á einhverju hörðu og
ég er öll blá og marin! Þetta er
alveg hræðilegt!”
Þau sáu á augabragði að
þarna var komin raunveruleg
prinsessa fyrst hún hafði fundið
baun í gegnum tuttugu dýnur
og tuttugu æðardúnsængur.
Enginn nema raunveruleg
prinsessa gat haft svona
viðkvæma húð.
Þessvegna gekk prinsinn að
eiga hana, því nú var hann viss
um að hann hefði fundið raun-
verulega prinsessu, og baunin
var sett á safn, þar sem hún er
áreiðanlega enn, ef enginn
hefur tekið hana.
Þetta er alveg sönn saga. ★
Victor Borge segir: ,,Það er ekkert til sem heitir slæmir áheyrendur.
Geturðu ímyndað þér að 3000 manneskjur kaupi sér miða í þeim
tilgangi að vera slæmir áheyrendur? Það er óhugsandi. Það er nokkuð
sem heitir slæm ímyndun. ’ ’
Eitt sinn á ferðum okkar stönsuðum við hjá litlum söluturni uppi í
sveit og ætluðum að kaupa okkur ís. En við urðum að hverfa frá við
svo búið því fyrir ofan lokaða lúguna var svohljóðandi skilti: ,,Við
seljum ekkert á sunnudögum — og allt of lídð hina dagana. ’ ’
J.D.