Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 74
72
ÚRVAL
gefíð vísbendingu um, hvaða hluti
efnisins sé myndaður utan jarðar.
,Ríflega áætlað fer efnismagn þeirra
„köggla”, sem fundist hafa, ekki
fram úr nokkur hundruð kílóum.
Þetta stangast á við það mat á heildar-
efnismagni stjörnulíkamans, sem nú
er viðurkennt og samsvarar sprengi-
orkunni (ekki innan við 100.000
tonn). Þetta leiddi til þeirrar álykt-
unar, að mestur hluti heildarefnis-
massans hefði losnað, er hann kom
inn í andrúmsloftið, og dreifst yfír
stórt svæði. Vindur kann að hafa
feykt skýjum af brotum, líkustum
rykögnum, langar leiðir.
Og raunar fannst hækkað 14C
magn einnig í sýnum, sem tekin voru
sumarið 1978 á svæðum, er liggja 250
kílómetra fyrir norðaustan og 200
kílómetra fyrir norðvestan staðinn,
þar sem sprengingin varð.
Með því að beita neindarhröðunar-
greiningu, sem er einhver næmasta
nútímaaðferð til ákvörðunar lítils
efnismagns, fundu vísindamennirnir
J. Kolesnikov, A. Ljul og G. Ívanóvaí
Moskvu, að í þessum sömu lögum var
að finna sink, járn, kalsíum,
potassíum, bromine, cesíum, blý,
kvikasilfur og gull.
Þótt ekki sé unnt að gera sér á
þessu stigi fullnaðarhugmynd um
ísótópasamsetningu Tunguska-stjömu-
líkamans, er ljóst að hún var mjög ólík
samsetningu þeirra loftsteina úr
járni og steini, sem oftast falla til
jarðar.
Af málmsteinum í stjörnulíkam-
anum voru sodium (allt að 50%),
sink (20%), kalsíum (yfir 10%) og
potassium (5%) ríkjandi efni. En það
eru einmitt þessi efni, að sinki
undanskildu, sem oftar en hitt
finnast í halastjörnum.
Þessi efnasamsetning er einnig lík
samsetningu þeirra sýna, sem banda-
rískir geimfarar tóku á tunglinu og
nefndur hefur verið rauður jarðvegur
og appelsínugulur jarðvegur. Og
raunar tengja margir vísindamenn
einnig myndun þessa jarðvegs við fall
halastjörnukjarna.
Nær og nær sannleikanum
23. janúar 1980 tilkynnti frétta-
stofan Tass, að sovéskir vísindamenn
hefðu í fyrsta skipti á 50 ára starfsferli
sínum uppgötvað fund, er varpaði
nýju ljósi á samsetningu stjörnu-
líkamans, er sprakk yfír skógum
Síberlu 30.júníl908. Á slóðum þessa
dularfulla atburðar fann leiðangur frá
Jarðefna- og málmsteinaeðlisfræði-
stofnun vísindaakademíunnar í Okra-
ínu demant-grafítefni, sem ekki er
upprunnið á jörðinni.
„Fundur fasts kolefnis, sem venju-
lega verður til við geysiháan
þrýsting,” sagði leiðangursstjórinn,
O. Alexeiéva, ,,bætir við nýjum
sönnunum fyrir því, að fyrir 70 árum
hafí átt sér stað sprenging stjörnu-
líkama í grennd við þorpið
Vanavara.”
Það styður einnig þessa ályktun, að
leiðangurinn fann verulegt magn af
l4C á öllu því svæði, sem ber merki