Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 103
ER HÆGT AÐRÆKTA NÝJAR TENNUR?
10!
tanna áttum við við vandamál að
glíma lík þeim er fylgja i kjölfarið
þegar skipt er um sýkt nýru eða
hjörtu. Þegar allt kemur til alls eru
tennurnar lifandi og sjálfstæður hluti
mannslíkamans, fullkomin heiid með
eigin taugar og æðar. Það er því bara
eðlilegt, að líkaminn sé ekkert
sérstaklega „gestrisinn” gagnvart
ígræddum tönnum. Við gerðum til-
raunir á hundum og tókum tann-
græðlinga úr hvolpum.
Fyrstu tilraunirnar leiddu í ljós, að
græðlingarnir visnuðu upp í kjölfar
flutningsins. Sú spurning vaknaði:
Hvaða leið var til þess að sigrast á
aðlögunarhindrununum? Við
reyndum margar aðferðir. Það gaf til
dæmis góðan árangur að djúpfrysta
tanngræðlingana í fljótandi
köfnunarefni.
Margar athuganir leiddu í ljós, að
það er miklu einfaldara að flytja
tanngræðling heldur en að draga úr
sýkta tönn. Slíkar ígræðslur má
almennt talað gera á sjúklingum á
öllum aldri. Engu að síður voru
fyrstu sjúklingar okkar ungt fólk.
ígræðslan var framkvæmd á þrem til
fjórum samstæðum tanngræðlingum
í einu. Röntgenmyndir, sem teknar
voru þrem mánuðum síðar, sýndu að
græðlingarnir voru þegar farnir að
vaxa. Tanntakan hófst eftir fjóra til
fimm mánuði. Eftir ár voru vaxnar
rætur á tennurnar.
Hvernig fer tanntaka fram? Við
skulum rifja það upp, að fyrst koma
bamatennurnar upp, 20 í allt, á tveim
árum. Síðan detta þær úr og rýma
smám saman fyrir fullotðinstönnun-
um. Þetta er um garð gengið við 18
ára aldur. Til þess að stytta biðtím-
ann, til dæmis ef um fullorðið fólk er
að ræða, þróuðum við tiltölulega
einfalda aðferð, sem flýtti fyrir komu
fullorðinstanna, þannig að taka
þeirra tók bara tvö ár eins og mjólkur-
tannanna.
Við framkvæmdum tannígræðslu hjá
tólf sjúklingum sem annaðhvort
voru tannlausir frá fæðingu eða höfðu
misst tennurnar vegna alvarlegra
sjúkdóma. Mikilvægt er að þessum
skurðaðgerðum fylgja ekki hættuleg
eftirköst. Jafnvel þótt líkaminn hafni
,,aðskota”-tönninni verða afleiðing-
arnar ekki aðrar en þær, að græðling-
urinn visnar upp. Ef nauðsyn krefur
er hægt að endurtaka skurðaðgerðina.