Upp í vindinn - 01.05.2007, Blaðsíða 2

Upp í vindinn - 01.05.2007, Blaðsíða 2
Fjölbreytt nam í góðum félagsskap Við verkfræðideild HÍ er veitt B.S. gráða að loknu 3ja ára grunn- námi og að loknu 2ja ára framhaldsnámi hljóta nemendur meistaragráðu, M.S. Meistarapróf í tölvunarfræði er 45 einingar eða þrjú misseri að loknu grunnnámi. Kennarar verkfræðideildar H( eru fremstir á sínum sviðum með sterk tengsl við atvinnulífið. Verkefni nemenda byggja oft á íslenskunn viðfangsefnum og eru gjarnan unnin í tengslum við atvinnulífið. Algengt er að nemendur sem lokið hafa B.S. prófi úr öðrum deildum HÍ stundi M.S. nám í deildinni og er sá möguleiki einnig opinn fyrir nemendur með B.S. próf úr öðrum háskólum. V A. www.verk.hi.is % VERKFRÆÐIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS Að loknum menntaskóla var ég alls ekki viss um hvert ég stefndi í lífinu, vissi aðeins að ég vildi læra eitthvað áhugavert og um leið krefjandi sem byði upp á góða starfsmöguleika í framtíðinni. Nám við verkfræðideild HÍ varð fyrir valinu og stóð svo sannarlega undir væntingum og gott betur en það. Námið er sett fram á áhugaverðan hátt af metnaðarfullum kennurum og er afar fjölbreytt. Eftir BS gráðu mína get ég með sanni sagt að nemendur úr verkfræðideild Hl' eru mjög eftirsóttir starfskraftar enda er námið mjög góður undirbúningur fyrir alls kyns störf á vinnumarkaðinum. Elísabet Guðrún Björnsdóttir Meistaranemi í umhverfis- og byggingarverkfræði Mér hefur þótt námið mjög skemmtilegt, verkfræðideild hefur marga góða kennara og býður nám með bein tengsl við atvinnulífið. Verkefnin sem við vinnum eru mörg mjög áhugaverð, má þar geta hönnun hljóðmagn- ara, forritun tölvuleikja, smíði A/D breytu og forritun örstýringa. Félagslífið er afskaplega lifandi og skemmtilegt og það sem mér hefur þótt sérstaklega jákvætt við verkfræðideildina er hversu samhentir nemendur eru. Ég er sannfærður um að reynslan sem ég öðlast í verkfræðideild Hf muni verða mjög gagnleg þegar út á vinnumark- aðinn kemur, hvort sem það verður hérlendis eða á erlendri grundu. Ég mæli hiklaust með náminu við hvern þann sem er tilbúinn að leggja á sig þá vinnu sem nauðsynleg er til þess að uppskera vel. Sigurður örn Aðalgeirsson Nemandi á 3ja ári í rafmagns- og tölvuverkfræði Öllum nemendum sem lokið hafa fyrsta námsári við verkfræði- deild gefst kostur á að taka eitt til tvö misseri við erlenda samstarfsskóla. Hugbúnaðarverkfræði Tölvunarfræði Tölvuverkfræði Rafmagnsverkfræði Vélaverkfræði Iðnaðarverkfræði Efnaverkfræði Byggingarverkfræði Umhverfisverkfræði Þegar ég byrjaði kunni ég vart að kveikja á tölvu en það reyndist lítil fyrirstaða, þetta var fljótt að koma og er ég nú orðin fullfær til þess að takast á við krefjandi og spennandi verkefni. Námið er fjölbreytt og skemmtilegt, nemendurnir standa saman og aðstoða hvern annan eftir þörfum auk þess sem kennararnir eru ávallt til í að hjálpa. Það sem heillar mig við tölvunarfræðina eru möguleikarnir sem hún býður upp á. Hún nýtist á nánast hvaða starfsvettvangi sem er svo það standa allar dyr opnar. Sjálf stefni ég á framhaldsnám í lífupplýsinga- fræði, en það er þverfaglegt nám sem blandar saman tölvunarfræði og líffræði. Margrét Björk Þór Nemandi á 3ja ári í tölvunarfræði Eftir að hafa dvalið langdvölum erlendis valdi ég að stunda doktorsnám við verkfræðideild Hf enda kunni ég vel við mig þar í grunnnáminu. Það gefur mér tækifæri til að taka þátt í að byggja upp fræðasvið við deildina í samstarfi við íslenska og erlenda fræðimenn og stofnanir. Námið er krefjandi en gefandi og mun nýtast mér í framtíðinni til frekari vísindastarfa eða þróunarvinnu við háskóla eða í einkageiranum. Benedikt Helgason Doktorsnemi í véla- og iðnaðarverkfræði 77 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.