Upp í vindinn - 01.05.2007, Page 12

Upp í vindinn - 01.05.2007, Page 12
... Upp í vindinn byggða umhverfi". Leiðbeinendur hans eru dr. Sigríður Kristjánsdóttir og dr. Trausti Valsson. Annað nýnæmi Vettvangi orku- og stóriðjurannsókna (VOR) var nýlega hleypt af stokkum við Verkfræðistofnun Háskóla (slands. VOR er samstarfsvettvangur atvinnu- lífsins og starfsmanna Verkfræðistofn- unar um hagnýtar rannsóknir á sviði orkuvinnslu, orkuflutnings, orkumark- aða og stóriðjur. Frekari upplýsinga er að finna á vefslóðinni http://vor.hi.is. í byrjun árs 2007 þá undirrituðu Verk- fræðideild Háskóla íslands og sænska vega- og samgöngurannsóknastofn- unin (VTI) samstarfssamning um rann- sóknir á sviði vegagerðar og sam- göngutækni. Stofnanirnar stefna að sameiginlegum rannsóknaverkefn- um, bæði til skamms og langs tíma, er lúta að gerð, virkni og hagkvæmni Mynd: Frá vinstri: Sigurður Erlingsson, prófessor við umhverfis- og bygg- ingarverkfræði Hi; Urban Karlström, forstjóri VTI; Marianne Grauers, yfirmaður rannsókna VTI ; Sigurður Brynjólfsson, forseti verkfræðideildar HÍ. vegamannvirkja, umhverfisþátta sam- gangna ásamt umferðaröryggi svo dæmi séu nefnd. Samstarfið tekur einnig til framhaldsmenntunar, sem gefur nemendum HÍ kost á að vinna að meistara- eða doktorsverkefni sínu við VTI. Umsjón með samstarfinu hefur Sigurður Erlingsson prófessor við umhverfis- og byggingarverk- fræðiskor. Lokaorð Að framan hefur verið greint frá hinni miklu vinnu sem stendur yfir hjá um- hverfis- og byggingarverkfræðiskor. Starfsmenn skorarinnar takast glaðir á því verðuga markmiði að efla íslenska verkfræðimenntun og stuðla að frekari tækniframförum í þjóðfél- aginu. Öllum áhugasömum nemend- um og fyrirtækjum er boðið að hafa samband og ræða frekari möguleika á uppbyggingu framhaldsnáms við skorina. Að lokum, þá má nefna til gamans að starfsmenn verkfræði- deildar hafa í anda stórra markmiða meðal annars sett markið á Hvanna- dalshnjúk í vor. Við stefnum hátt, við stefnum á toppinn!! 12

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.