Upp í vindinn - 01.05.2007, Page 15

Upp í vindinn - 01.05.2007, Page 15
... Upp í vindinn Mynd 3. Útskýringar á þeim formbreytingum sem verða á steinsteypu ef hún er sett undir álag sem síðan er tekið af. Við það ganga formbreytingarnar til baka að nokkru leyti. Fyrst verða formbreytingar á fjaðursviði og svo skrið í framhaldi af því (rauð lína). Þegar álag er tekið afsteypunni ganga formbreytingarnar til baka að nokkru leyti (blá lina). Að endingu verða alltaf eftir einhverjar varanlegar formbreytingar (merkt með grænu). [9] Þegar álag er sett á steypu verða tafarlausar formbreytingar vegna fjaðuráhrifa hennar; þegar álagið er tekið af fer steypan aftur í sama horf og áður. Það er fjaðurstuðull steypunnar sem segir til um hversu miklar þessar formbreytingar verða. Margir þættir hafa áhrif á fjaðurstuðul steypunnar, t.d. aldur og hvörfunargráða sementsins og efnisþættir eins og tegund og gerð fylliefnis, sementstegund, magn fylliefnis og sementsefju o.fl. • skrið: Ef álaginu er haldið í lengri tíma verða hins vegar formbreytingar sem eru hrein viðbót við áður- nefndar formbreytingar og kallast skrið. Skrið getur veríð mjög mis- mikið eftir álagi, ástandi og sam- setningu steypunnar. Skrið er að stærstum hluta óendurkræfar formbreytingar öfugt við þær formbreytingar sem verða á fjaður- sviði steypunnar. 2. Þættir sem hafa áhrif á skrið Margir þættir hafa áhrif á þær form- breytingar sem hér eru til umfjöllunar, bæði ytri umhverfisþættir og efnis- þættir steinsteypunnar. Hér verður fjallað í stuttu máli um helstu þætti sem hafa áhrif á skrið. 2.1. Ytri þættir sem hafa áhrif á skrið Hærra álag á steypuna þýðir meira skrið. Lengri álagstími þýðir líka meira skrið í öllum tilfellum. Aldur steypunn- ar hefur einnig afgerandi þýðingu. Því yngri sem steypan er þegar álag er sett á hana, þeim mun meira verður skriðið. Skrið eykst með aukn- um hita á álagstímanum. Hitastigs- breytingar hafa líka áhrif til aukningar á skriði, bæði hækkun og lækkun hitastigs [1]. Rakaástand steypunnar hefur áhrif á skrið. Aukinn stöðugur raki eykur skrið til mikilia muna. Þurr steypa skríður hins vegar mjög lítið. Rakabreytingar valda auknu skriði í steypu, bæði ef steypan er að þorna og blotna á meðan hún er undir álagi ffAO' /mww Ræktunarsambandið er nu eitt reyndasta og stærsta fyrirtækið í almennri verkatakastarf- semi hér landi. Höfuöstöövar fyrirtækisins eru á Selfossi og flest verkefnin á því svæði þótt starfsemi þess teygi sig um allt landið. Helstu verkefni lúta að jarðborunum, línulögnum, vegklæðningum, vega og gatnagerð og gerð varnagarða. jarðvinnudeild bordeild flutningadeild klæðningadeild tæknideild við hja Ræktunarsambandinu leggjum aherslu á vönduð vinnubrögö og skjóta þjónustu. Fyrirtækið býr yfir afbragðs tækjakosti og mannafla sem vanur er að takast á við fjölbreytt verkefni og vinnur hratt og örugglega R/EKI'UKIARSAMBAKJD FLÓA Oq fKEIÐA Gagnheiöi 35 I 800 Selfoss I Sími: 480 8500 I Fax: 482 2425 www.raekto.is 15

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.