Upp í vindinn - 01.05.2007, Síða 18

Upp í vindinn - 01.05.2007, Síða 18
... Upp í vindinn steypa með basalti hegðar sér nokk- uð frábrugðið annarri steypu. Þegar álag hefur verið á steypunni ( u.þ.b. 90 daga eykst skriðhraði steypu með basalti samanborið við steypu með öðrum fylliefnum og minnkar síðan aftur eftir u.þ.b. ár. Um bein áhrif íblöndunarefna á skrið eru skiptar skoðanir, en almennt er ekki talin ástæða til að hafa miklar áhyggjur af því. Hins vegar er hægt að minnka skrið með notkun vatnssparandi efna og flotefna óbeint þar sem minnka má vatnsnotkun með slíkum efnum, minna vatn þýðir hins vegar minna skrið. 3. Rannsóknir á fjaðurstuðli og skriði Rannsóknir á fjaðurstuðli og skriði steinsteypu hafa staðið yfir á Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðarins (Rb) á síðustu árum. Miklar upplýsin- gar liggja fyrir og hefur verið gerð góð skil í skýrslum í lok verkefna. í desember síðastliðnum kom út rit hjá Rb sem ber nafnið Formbreytingar steinsteypu - fjaðurstuðull og skrið - [9] samnefnt þessari grein. Þetta rit er í raun samantekt niðurstaðna og þeirrar þekkingar sem verkefni undan- farinna ára á þessu sviði hafa skilað. Gildi skriðs er oft gefið upp sem hlutfallslegar formbreytingar á álags- einingu, og einingin því (1/MPa). í enskumælandi löndum er þetta yfirleitt kallað „specific creep" eða „unit creep". Hér í þessari grein verður þetta því kallað einingaskrið. Skrið er einnig hægt að skilgreina sem hlutfall formbreytinga vegna skriðs og fjaðurstuðuls. Þetta hlutfall er kallað skriðstuðull eða einkenn- andi skrið. 3.1. Helstuniðurstöðurrann- sókna á fjaðurstuðli Það fylliefni sem er mest notað í steinsteypu hér á landi er íslenskt basalt. Það er gott að mörgu leyti. Það er hins vegar gosberg sem storknar á yfirborði og því oft á tíðum mjög opið, þ.e. holrými er mikið í efn- inu samanborið við þau fylliefni sem notuð eru í steinsteypu almennt ( ná- grannalöndunum, sem við berum okkar steypu gjarnan saman við. Eins og komið hefur fram hér að framan er vitað að það er samband á milli fjaðurstuðuls fylliefna og fjaður- stuðuls steinsteypu, hár fjaðurstuðull fylliefnis skilar sér í háum fjaðurstuðli steinsteypu. Einnig er Ijóst að opið fylliefni eins og við notum hér á landi getur haft mun lægri fjaðurstuðul en þétt fylliefni. Þessi atriði voru m.a. tilefni þess að Rannsóknastofnun byggingariðnað- arins hóf rannsókn á fjaðurstuðli steinsteypu með mismunandi opnu fylliefni og gaf út skýrslu með niður- stöðum rannsóknanna. Heiti skýrsl- unnar er „Fjaðurstuðull íslenskrar steinsteypu - Mælingar á sýnum úr steypustöðvum" [2] og kom hún út í september 1999. í kjölfar þessarar skýrslu, og á grundvelli niðurstaðna hennar, kom síðan út Rb-blað [6] sem fjallaði um þetta efni. Sýnt var fram á það í áðurnefndri rannsókn og Rb-blaði, að mikill munur er á fjaðurstuðli steypunnar eftir því hvaða fylliefni er notað. í staðlinum FS ENV 1992-1-1:1991 eru gildi sem má nota ef ekki liggja fyrir mælingar á fjaðurstuðli steypunnar. í þjóðarskjali með áðurnefndum staðli, sem var gefið út í júlí 2002, kemur fram að: Fjaðurstuðul steinsteypu má ákvarða með rannsóknum. Þegar engar rann- sóknir á fjaðurstuðli liggja fyrir skal margfalda þau gildi sem gefin eru upp í FS ENV 1992-1-1 með stuðli sem er háður þeim fylliefnum sem notuð eru. Eftirfarandi gildi skulu notuð: Ráðgjöf Við höfum sameinast 240 starfsmenn með fjölbreytta sérfræðikunnáttu VGK-Hönnun verkfræðistofa er alhliða ráðgjafar- og þekkingarfyrirtæki. Fyrirtækið byggir á traustum grunni verkfræðistofanna VGK og Hönnunar en þær voru báðar stofnaðar árið 1963 og sameinuðust undir einu merki í ársbyrjun 2007. Grensásvegur 1 | 108 Reykjavík | Sími: 422 3000 | Fax: 422 3001 ] www.vgkhonnun.is 18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.