Upp í vindinn - 01.05.2007, Blaðsíða 24

Upp í vindinn - 01.05.2007, Blaðsíða 24
... Upp í vindinn Borgarsamgöngur - Um framtíð samgangna í Reykjavík Inngangur í gegnum tíðina hafa ýmsar hug- myndir um borgarsamgöngur fram- tíðarinnar birst í vísindaskáldsögum og á hvíta tjaldinu. Margar þeirra hafa snúist um svífandi bíla og önnur hraðskreið farartæki. Um miðja síðustu öld kannaði Ford hag- kvæmni þess að setja fljúgandi bíl á markað en hvarf frá þeirri hugmynd meðal annars vegna fyrirsjáanlegra vandamála við flugumferðarstjórn. Laust fyrir síðustu aldamót fóru fram tilraunir á sjálfvirkri hraðbraut í San Diego í Kaliforníu. Með aðstoð nýjustu tækni bílaframleiðenda og hugviti umferðarverkfræðinga óku bílar á 100 km/klst. hraða á meðan ökumenn þeirra lásu blöðin. Tilraun- irnar sýndu að með því að fjarlægja mannlega þáttinn úr umferðinni var hægt að tvöfalda flutningsgetu hverrar akreinar og auka umferðar- öryggi verulega. Niðurstaðan var sú að tæknilega gengi hugmyndin um sjálfvirkar hraðbrautir upp en hún væri óraunhæf í framkvæmd. Þróun einkafarartækja hefur ekki verið eins hröð og margir höfðu vonast til. Staðreyndin er sú að 21. öldin er hafin og ennþá fer almenningur í yngri borgum heimsins flestra ferða sinna á einkabílum sem flestir hafa fjögur dekk, stýri og bremsu. Bandarískar borgir - Þróun og framtíðarsýn Umferðartafir í borgum hafa aukist mikið á síðustu áratugum og þannig hefur dregið úr hreyfanleika íbú- anna. í greiningu á samgöngum í 85 bandarískum borgum voru um- ferðartafir metnar með samræmd- um aðferðum. Frá 1982 til 2003 hafa tafir á hvern íbúa sem ferðast með vélknúnu farartæki á annatíma að meðaltali aukist úr 16 í 47 klst. á ári í þessum borgum. Ástæðan er fyrst og fremst sú að ekki hefur tekist að byggja upp gatnakerfi og almenningssamgöngur og bæta nýtingu innviða í takt við aukna ferðaþörf. í einungis fjórum borgum af 85 tókst að halda í við aukningu umferðar, það er að byggja upp gatnakerfi sem nálgaðist það að mæta eftirspurn. Að mati þeirra sem stóðu að þessari greiningu þarf að beita fjöl- breyttum aðferðum til að lágmarka aukningu umferð- artafa. Uppbygging gatna er ein aðferð en þar sem yfir- völdum í einungis fjórum borgum af 85 hefur tekist að mæta ferðaþörf með uppbyggingu gatna hlýtur lausnin að liggja í víðtækari aðgerðum. Þær aðgerðir felast meðal annars í uppbyggingu almenningssamgangna og veg- tollum til að draga svæðisbundið og tímabundið úr umferð. Þá er mikilvægt að stjórna umferðarálagi, bæta aðstöðu gangandi og hjólandi vegfarenda og beita Þorsteinn R. Hermannsson Byggingarverkfræðingur, M.Sc. Lauk B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla íslands árið 2001 og M.Sc. gráðu í byggingarverkfræði frá University of Washington, Seattle, BNA árið 2005. Starfsmaður á verkfræðistofunni Hönnun frá 2001 og VGK-Hönnun frá 2007. LANDSNET 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.