Upp í vindinn - 01.05.2007, Qupperneq 27

Upp í vindinn - 01.05.2007, Qupperneq 27
... Upp í vindinn Mynd 5 Reykjavík Mynd: Sveinn Bjarnason hverjum byggðum hektara á höfuð- borgarsvæðinu að meðaltali aukast um tæp 30% til ársins 2024. Hlutfall samgöngumannvirkja af landnotkun í Reykjavík er í dag um 48%. Ef við- halda á því þjónustustigi sem gatna- kerfið hefur í dag mun tæplega þriðjungs aukning umferðarþunga valda því að hlutfall samgöngumann- virkja af uppbyggðu landi mun hækka verulega. Samgöngur í Reykjavík - Framtíðarlausnir Það er óvinnandi vegur að koma í veg fyrir umferðartafir á annatímum ( borgum. Það er hægt að bæta ástand- ið verulega en það er mikilvægt að framtíðarmarkmið séu raunhæf. Miðað við reynslu borga beggja vegna Atlantshafs er ólíklegt að mark- mið sem sett voru á svæðisskipulagi um óbreytta þjónustugráðu stofn- brautakerfisins náist. Þó svo að mikið fjármagn fáist til vegagerðar á höfuð- borgarsvæðinu má búast við aukinni tregðu við framkvæmd stórra verk- efna. Þessi tregða kemur meðal annars til með virkara íbúalýðræði og breytingum á viðhorfi fólks til um- hverfisgæða. Til eru nærtæk dæmi um verkefni sem mætt hafa andstöðu og þeim á eflaust eftir að fjölga. Þar ber hæst að nýlega hafnaði borgarráð hugmyndum að mislægum lausnum á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Þá höfðu íbúasamtök í Grafarvogi mikil áhrif á þá ákvörðun að hætt var við breikkun Hallsvegar og könnun á vefsíðu íbúasamtaka 3. hverfis (Hlíðar,Holt og Norðurmýri) bendir til að íbúar þar vilji ekki mis- læga lausn á mótum Kringlumýrar- brautarog Miklubrautar. í takt við niðurstöður greiningar á samgöngum í bandarískum borgum er það almennt álit umferðarverk- fræðinga að í framtíðinni verði ferða- þörf íbúa í borgum ekki uppfyllt með ofuráherslu á einkabíl sem ferðamáta. í framtíðinni þarf að beita öllum að- ferðum til að draga úr umferðartöfum, engin ein aðferð mun duga. Meira malbik leysir ekki öll vandamál þó vissulega þurfi áfram að byggja umferðarmannvirki þar sem það er besta lausnin. Reykjavík er lítil borg og hér eru fjölmörg vannýtt tækifæri til að bæta samgöngur. Miðað við tímadreifingu umferðar á stofnbrautakerfinu eru miklir möguleikar fólgnir í stjórnun umferðarálags. Með því að dreifa um- ferðarálagi yfir lengri tíma á morgn- ana með fleytitíð og sveigjanlegum vinnutíma er hægt að bæta umferð- arflæði án umtalsverðs kostnaðar. Með því að nýta betur tækni nútím- ans, t.d. sjálfvirka aðlögun umferðar- Ijósa að umferðarálagi (rauntímabest- un) og aðreinastýringar er mögulegt að nýta mun betur umferðarrýmd núverandi innviða og auka arðsemi nýrra fjárfestinga. Sá tími er kominn að stuðla þarf að breyttum ferðavenjum, bæði tíma- setningu ferða og ferðamátavali. Nokkuð stór hluti Reykvíkinga er í góðri aðstöðu til að nýta einkabíl á skynsamlegri máta, þ.e. nota hann ekki í stuttar ferðir (1-2 km) til vinnu eða í skóla. Áralöng reynsla af stjórn- un umferðarálags í erlendum borgum bendir til þess að hægt sé að minnka notkun einkabíla ( ferðum til/frá vinnu og skóla um allt að því fjórð- ung. Til að bæta samgöngur í Reykja- vík er grundvallaratriði að áætlanir um uppbyggingu almenningssam- gangna verði hluti af áætlun kostn- aðar við svæðisskipulag. Án skýrrar framtíðarsýnar mæta almennings- samgöngur afgangi við gerð fjár- hagsáætlana sveitarfélaga og upp- bygging og framþróun þeirra verður mjög takmörkuð. Samgönguyfirvöld í Reykjavík standa í sporum sem yfirvöld í fjöl- mörgum erlendum borgum stóðu í fyrir einhverjum árum síðan. Það er mikilvægt að nýta sér reynslu borga þar sem aðstæður voru sambærilegar, beita þeim aðferðum sem hafa gefið góða raun erlendis og forðast þannig fyrirsjáanleg vandamál. Því það er fátt sem bendir til að töfralausnir eins og svífandi bílar og sjálfvirkar hrað- brautir verði hluti af íslenskum raun- veruleika á næstu árum. Helstu stuðningsrit: Hönnun hf. 2006. Samgönguskipulag í Reykjavík - Fyrsti hluti. Greining á stöðu og stefnu. Skýrsla úr fyrsta hluta verkefnis sem unnið var fyrir Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar. Hönnun hf. 2006. Samgönguskipulag I Reykjavík - II. hluti. Stjórnun umferðarálags. Skýrsla úr öðrum hluta verkefnis sem unnið var fyrir Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar. nes Planners. 2002. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 - Fylgirit 4, Umferðarspár og Fylgirit 6, Framkvæmdakostnaður. Unnið fyrir samvinnunefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu. Schrank D. & Lomax T. 2005. The 2005 Urban Mobility Report. Texas Transportation Institute. The Texas A&M University System. Transportation Research Board - National Research Council. 1998. National Automated Flighway System Research Program - A Review. TRB Special Report 253. g HVERAGERÐISBÆR TERKFRÆÐISTOFAN VATNASKIF A smmúr -alhliða múrvinna- . 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.