Upp í vindinn - 01.05.2007, Blaðsíða 38
... Upp í vindinn
Einnig er mikilvægt að fram komi,
að allt það loft sem er í steinsteypu er
í sementsefjunni. Nauðsynlegt er að
hafa ákveðið loftmagn í efjunni, bæði
upp á frostþol og meðhöndlun.
Dæmi:
Steinsteypa með 5% lofti og 270 I af
efju, þýðir að 7 5,6% loft er í efjunni.
Steinsteypa með 7% lofti og 270 I af
efju, þýðir að 20,6% loft er i efjunni.
Því skiptir verulegu máli um styrk
efjunnar að loftmagnið sé bæði stöð-
ugt og ekki óþarflega hátt.
Frostþolskröfur eru strangar hér-
lendis, einkum vegna þess hve
margar frost/þíðu-sveiflur eru árlega
sem og vegna saltálags sem fylgir
nálægð við sjó. Færa má rök fyrir því
að frost/þíðu-sveiflur séu færri á
hálendinu en við ströndina auk þess
sem saltálag er þar lítið. Kröfur um
frostþol mannvirkja LV eru engu að
síður miklar og eiga við þetta mann-
virki, jafnt sem önnur á svæðinu.
Næst var hugað að sáldurferli og
vali á fylliefnum. Fylliefni skyldu bæði
vera þétt og sterk. Til að tryggja stöð-
ugleika steinsteypuframleiðslu er mik-
ilvægt að sáldurferillinn sé stöðugur.
(Breyting á sáldurferli getur orðið til
þess að heildaryfirborðsflatarmál korna
breytist ásamt pökkunarstigi sem getur
orðið til þess að steypan hafl ólíka
efnislega og vinnanlega eiginleika.)
з. 2 Steypublöndun
Ákveðið var að miða við steypustyrk
и. þ.b. C60/70 í slitlagi pallsins sem
verður 300 mm þykkt. Þar með var
lágt v/s-hlutfall orðið óhjákvæmilegt.
Þetta stuðlar ennfremur að því að
eitthvert magn af óvötnuðu (unhyd-
rated) sementi sé í steypunni. Burðar-
þolstrefjar voru settar í steypuna en
þær auka brotorku steinsteypunnar
og dreifa betur þeim togspennum
sem myndast í hörðnunarfasanum.
Góð fylliefni voru valin ásamt loft-
blendi (loftblendi er notað til að hafa
stjórn á loftmagni og loftdreifingu)
og floti (flot er notað til að gera
steypu fljótandi).
Flér verður ekki farið nánar í upp-
skriftir þeirra steypublanda sem próf-
aðar voru, en niðurstaða heimilda-
könnunar leiddi til ákveðinnar upp-
hafsblöndu. Sú blanda gerði okkur
kleyft að setja upp u.þ.b. 10 mismun-
andi steypublöndur, sem allar voru
settar í ákveðin lágmarkspróf. Niður-
stöður úr þeim prófunum voru notað-
ar til þess að velja þrjár steypusam-
setningartil enn ítarlegri rannsókna.
3.3 Hefðbundnar rannsóknir
Án þess að fara nánar út í smáatriði
varðandi steypuuppskriftirnar skal
tekið fram að hefðbundnar steypu-
rannsóknir voru gerðar. Helstu niður-
stöður eru í töflu 1.
3.4 Aðrar rannsóknir
Þar sem heimildakönnun leiddi í Ijós
að staðlaðar prófanir um eyðingu
steinsteypu undan rennslisáraun voru
ekki til, var ákveðið að búa til slíkt próf
sem myndi líkja eftir þeirri vatnsáraun
sem yfirfallstallurinn verður fyrir.
Steypusýni voru sett undir mismun-
andi vatnsbunur í allt að 6 klst. Allur
vatnsþrýstingur var með yfirálagi, til
að fá svokallað" hraða-eyðingarpróf".
Það rúmmál sem eyddist, var mælt
með reglulegu millibili meðan á próf-
un stóð. Sjá uppsetningu tækja á
mynd 4.
Til samanburðar, voru prófuð sýni
úr öðrum verkefnum sem voru með
um 115 MPa þrýstistyrk annars vegar
og um 40 MPa hins vegar. Þar sýndi
Tafla 1. Niðurstöður úr
hefðbundnum rannsóknum
Valin steypa Svipuð steypa Önnur efni án trefja
Þrýstistyrkur 63 MPa ~63 MPa
Beygjutogþol 7,7 MPa 6 MPa
E-stuðull 32 GPa 32 GPa
Rýrnun 420 ps 600 ps
Brotorka, GF 500 N/m 200 N/m
Frostþol flögnun Ferskt vatn 0 kg/m2 0 kg/m2
Frostþol flögnun* Salt vatn 0,07 kg/m2 0,8 kg/m2
* Til þess að blanda teljist frostþolin
þarf flögnun að vera minni en 1 kg/m2
eftir 56 frost/þiðu- umferðir
veikari steypan um fjórfalt meiri rúm-
málseyðingu en hin. Valin steypa
hafði um tvöfalt meiri rúmmáls-
eyðingu en 115 MPa steypan og því
Ijóst að við það að fara frá 40 upp í
60 MPa hefur svipuð áhrif og að fara
frá 60 upp í 120 MPa.
Á hinn bóginn sýndi nú einnig að
þar sem vatnsbunan lendir á steypu-
Mynd 4. Uppsetning tækja og sýnis I
vatnsáraunarprófi
www.boksala.is
Alltaf
við höndina!
bók/kta. /tiiderxtð.
Stúdentaheimilinu v/Hringbraut - s: 5 700 777
38