Upp í vindinn - 01.05.2007, Blaðsíða 41

Upp í vindinn - 01.05.2007, Blaðsíða 41
... Upp í vindinn einnig áhrif á okkur hvað móttöku og úrvinnslu upplýsinga varðar. Allar upplýsingar sem okkur berast eru mótteknar, greindar og unnar í vinnsluminni heilans, áður en þær eru vistaðar. Við góð hlustunarskilyrði gerist þetta nánast samstundis án áreynslu. Því erfiðari sem hlustunar- skilyrðin eru, því verr gengur úrvinnsl- an. Auk þess ræðst skilningur á því sem sagt er oft af getu einstaklinga til að skilja orð eða setningu án þess að allt orðið eða setningin sé móttek- in. Börn og þeir sem hlusta á tungu- mál önnur en móðurmálið, eru því verst staddir. Á nákvæmlega sama hátt og við verðum þreytt við líkam- lega áreynslu minnkar getan til að greina og vinna úr orðum í slæmum hlustunarskilyrðum með tímanum (2). Þannig ræðst það að einhverju leyti af hávaða og ómtíma hve vel kennsla og lærdómur heppnast. Dæmigerð rannsókn Rannsókn sem unnin var og tók til 487 grunnskólanema í Stuttgart (1. og 2. bekk) sýndi að ómtími hefur veruleg áhrif á frammistöðu barna við að greina orð. Sama rannsókn leiddi í Ijós að börn sem eru í kennslu- stofu með löngum ómtíma verða fyrir mun meira ónæði af hávaða en börn sem kennt er í kennslustofu með hag- stæðum ómtíma. Fullorðnir finna fyrir sömu einkennum/óþægindum. í viðtalsrannsókn þar sem yfir 1000 kennarar voru spurðir um streituvalda í sínu starfi nefndu 75% hávaða sem aðal streituvald í sínu starfi (3). Innan vinnueðlisfræðinnar er hjartsláttur starfsmanna notaður sem góður vísir að streituálagi. Þó svo að grunngildi hjartsláttar séu breytileg þá er breyt- ing á hjartslætti yfir ákveðið tímabil yfirleitt markverð sem vísir að streitu- álagi. Myndirnar sem hér á eftir koma eru allar fengnar úr niðurstöðum rannsóknar á vegum Háskólans í Bremen og Ecophon GmbH. Rann- sóknin náði yfir 175 kennslustundir. Myndin hér fyrir neðan sýnir hljóðstig (lóðréttur ás) sem fall af tíma (láréttur ás). Heilu línurnar neðst tákna kennslustundir. Greinilegt er á leitnilínunni að hljóð- stig hækkar jafnt og þétt frá kl. 7:50 -11:10, alls um rúmlega 10 dB, sem samsvarar um tvöföldun á skynjuðum hljóðstyrk. Hér fyrir neðan má svo sjá fall sem lýsir hljóðstigi (fylltir tíglar) og hjart- slætti (ferningar) sem fall af tíma. Greinilegt samband er á milli hjart- sláttar og hljóðstigs (línurnar rísa og falla á líkan hátt). Þessari niðurstöðu ber þó að taka með fyrirvara því stundum getur tiltekinn (og eðli- legur!) atburður aukið hjartslátt og hækkað hljóðstig, t.d. ef skólabekkur fer í eltingaleik. Hér að neðan sést sambandið enn betur, þegar tímaþátturinn er ekki með(lóðrétturás: hjartsláttur, láréttur ás: hljóðstig. Múr & Mál Múrog Mál kynnlr: EYRAVEGUR 46-50 Eyravegur50 Númeríbúðar: 0101 Stærð: 113,2m' Herbergi: 4ja herbergja Hæð: l.hæð Eyravegur46 Númer íbúðar: 0205 Stærð: 71,9 m' Herbergi: 2ja herbergja Hæð: l.hæð Múr- og Mál byggir 62 íbúðir að Eyravegi 46,48 og 50 klæddar með sléttri álklæðningu. íbúðirnar eru 2-4 herbergja og verða afhentar fullbúnar án gólfefna. Gólf í þvottahúsi og baðherbergi verður flísalagt. Veggir í bað- herbergi verða einnig flísalagðir í 2.1 metra hæð. Fyrsti afhendingartími mars-apríl 2007 www.murogmal.is íbúðirnar eru til sölu hjá: Árborgir................................Sími: 482-4800 Remax...................................Sími: 480-7606 Fasteignasala Mosfellsbæjar:...Sími: 586-8080 Verðdæmi: /1,9 mJ íbúð kr. 15.600.000 fbúðalánasjóður 80% = 12.480.000 Lán Múr-og Mál til 15 ára = 1.500.000 Eftirstöðvar = 1.620.000 Útborgun við kaupsamning aðeins 810.000 Múr- og Mál sérhæfir sig í alhliða viðhaldi fasteigna, hvort sem um er að ræða múrviðgerðir, málningarvinnu, trésmíðavinnu eða aðra viðhaldsvinnu. Múr-og Mál starfar bæði á almennum útboðsmarkaði og í eigin framkvæmdum við að byggja og selja fasteignir. Hjá fyrirtækinu starfar breiður hópur iðnaðarmanna með sérþekkingu á sínu sviði. Múr- og Mál hefur aðsetur að Réttarhálsi 2,110 Reykjavík, Sími: 587-5100.Tengiliðurer Erla Vfðisdóttir viðskiptafræðingur 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.