Upp í vindinn - 01.05.2007, Side 42

Upp í vindinn - 01.05.2007, Side 42
... Upp í vindinn í sömu rannsókn var gerð athugun á áhrifum þess að ómtími kennslustofu var lækkaður úr 0,7 sek. niður í 0,4 sek. Áhrifin voru umtalsverð. Hljóðstig í stofunni lækkaði um u.þ.b. 10 dB og hjartsláttur kennara hægðist verulega. Áhrifin má sjá á myndrænu formi hér fyrir neðan. Dökku súlurnar tákna hjartslátt (lá- réttur ás) fyrir endurbætur, en Ijósu súlurnar eftir endurbætur. Tíðni til- tekins hjartsláttarstig er á lóðrétta ásnum. Hér ættu því áhrif tiltekinna atburða að vera lítil, þ.s. kennsluhættir breyttust ekki með endurbótunum. Hoart Rat* [beats/mln] Að lokum er hér mynd sem sýnir tíðni hjartsláttarbila í mismunandi kennslu- stofum. Dökku súlurnartákna athafn- ir í stofu með ómtíma lengri en 0,5 sek., en Ijósu súlurnar I stofu með ómtíma styttri en 0,5 sek. 30 25 & 20 Hðart Rate [beate/min] Þjónusta og pantanir í síma 414 3700 Áhrif endurbóta á kennslurýmum urðu í stuttu máli þau að hjartsláttur kennara hægðist um 10 slög/mín. og hljóðstigið lækkaði um 5-10 dB. Vinnu- og námsskilyrði bötnuðu mjög (1). Úrræði hljóðhönnunar Hljóðhönnun er að mestu leyti fólgin í útreikningum á hljóðvist tiltekinna rýma skv. jöfnum hljóðeðlisfræðinnar, eða í Itkangerð, með þar til gerðum hugbúnaði. Þegar notast er við tölvu- líkön er tiltölulega auðvelt að fá upp- lýsingar um ómtíma rýma, útbreiðslu hljóðs, orkudreifingu og skýrleika svo fátt eitt sé nefnt. Einnig er mögulegt að sjá talskilningsstuðul (STI - e. Speech Transmission Index) rýma myndrænt, en stuðullinn er mikið notaður við mat á talskilningi t.d. í skólastofum. Þessi stuðull segir til um þá rýrnun sem hljóð verður fyrir á leið sinni frá uppsprettu til móttakanda. Jafnframt er unnt að hlusta á hljóð- brot sem lýsir hljómburði rýma og þannig hægt að bera saman mismun- andi aðgerðir með heyrnatólum. Sé hugað að hljóðráðgjöf á hönnunar- stigi verður kostnaður vegna hennar oft um 1-2% af heildarkostnaði mannvirkisins. Verður seint hægt að leggja næga áherslu á þennan þátt. Við endurbætur á fullgerðu rými er jafnan best að kortleggja fyrst núver- andi ástand með einföldum tíðniháð- um hljóðmælingum og i kjölfar þeirra ráðgera endurbætur. í flestum tilfell- um duga mótvægisaðgerðir á loft- fleti, en í stórum rýmum getur þurft að setja hljóðísogandi efni á veggfleti. Eins og áður segir skipta húsgögn og bgna|)jónushin rIiI ík Pfpulagnir - Efnissala 482 2311 ”ZT 696 2311 Skrlfstofa Þiénusfuslmi sncRTiu A 11 4-/x/4 ^cl/' Viðurkenndur söluaöili á byggingar-, O J\- landupplýsinga- og landhönnunarsviði Authorised Reseller Heimasiða:hnpVwww.snertill.is aðrir innanstokksmunir einnig miklu máli, t.d. hvort húsgögn séu mjúk (bólstruð) eða hörð (leður- eða tré- stólar). Lokaorð Hér hefur verið stiklað á ýmsum atriðum er varða hljóðvist, vellfðan og talskilning. Ljóst er að hljóðvist er eitt atriði af mörgum sem stuðla að hámarks einbeitingu og árangri í námi eða starfi. Óæskileg raddbeiting, erfið hlustunarskilyrði og óþarfa streita eru atriði sem allir ættu að forðast eins og frekast er kostur. Með einföldum aðgerðum má oft draga verulega úr eða koma í veg fyrir neikvæð áhrif langs ómtíma og bak- grunnshávaða. Þess verður þó að gæta að aðgerðirnar leiði af sér ómtíma sem hæfir notkun rýmisins. Hann má hvorki vera of langur né of stuttur og ómtíminn verður að vera jafn yfir tíðnisviðið. Heimildaskrá 1. Noise - a stress factor? Acoustic ergonomics of schools; Gerhart Tiesler og Markus Oberdörster 2. Reverberation time - a critical design parameter in communication prem- ises . 3. Effects of classrom reverberation time on speech perception and noise rat- ings in elementary school children: A field study; Maria Klatte et al. LYÐH E I LSUSTÖÐ www.lydheilsustod.is ’ M Byggingafélag 42

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.