Upp í vindinn - 01.05.2007, Side 48

Upp í vindinn - 01.05.2007, Side 48
... Upp í vindinn Til að setja þessar framkvæmdir í samhengi við umfang annarra fram- kvæmda þá má geta þess að Héðins- fjarðargöng eru að stærðargráðunni 5.600 milljónir án vsk. en það er stærsta framkvæmd sem Vegagerðin hefur boðið út í einu lagi. Tveir stærstu verksamningar Kárahnjúka- framkvæmdarinnar eru annars vegar Kárahnjúkastífla upp á rúma 10 millj- arða og gangnagerðin upp á yfir 20 milljarða. Það er því óhætt að fullyrða að framkvæmdin við Tónlistar- og ráðstefnuhús er ein stærsta fram- kvæmd íslandssögunnar. Jarðvinna og vatnsvarnir Eins og áður kom fram þá liggur allur kjallari TR undir sjávarmáli en kóti undir botnplötu hússins er um -4.0 í hæðarkerfi Reykjavíkurborgar. Til að veita húsinu „fast land undir fótum" þurfti hins vegar að grafa mun dýpra, eða niður í kóta -11.0 en ekki var talið að þær fyllingar sem á svæðinu voru væru burðarhæfar fyrir húsið. Til greina kom einnig að reisa húsið á staurum en vegna mikils fjölda þeirra og takmarkaðs úrvals búnaðar hér- lendis við niðurrekstur á þeim var ákveðið að reyna til þrautar að þétta hringinn í kringum húsið og grunda húsið með hefðbundnum aðferðum. Var rekið stálþil í kringum byggingar- grunninn á þrjá vegu og treyst á að þau slitlög sem stálþilið væri rekið í myndu reynast þétt. Reynt var að áætla hversu mikill heildarleki undir stálþilið og upp úr botni grunnsins gæti mestur orðið og var gert ráð fyrir dælubúnaði sem gæti annað allt að 5 m3/s sem er jafnt meðalrennsli Elliðaánna. Komið var upp varaafli fyrir þennan dælubúnað, ef ske kynni að straumrof yrði, og var aflgeta hans um 1 Megawatt sem samsvarar orku- þörf meðal þorps á landsbyggðinni. í Ijós kom hins vegar að rennsli inn í grunninn var mun minna en verstu spár gerðu ráð fyrir og er rennslið í dag á bilinu 0.3-0.8 m3/s, háð flóði og fjöru . Uppsteypa Fyllingum undir húsið lauk í árslok 2006 og hófst uppsteypa hússins með viðhöfn þegar Borgarstjóri, Vil- hjálmur Vilhjálmsson, Menntamála- ráðherra, Þorgerður Katrin Gunnars- dóttir, Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, formaður stjórnar Portus- ar, Björgólfur Guðmundsson, formað- ur verkefnisstjórnar Portusar Stefán Þórarinsson og byggingastjóri ÍAV ísleifur Sveinsson helltu fyrstu steyp- unni í mótin á framkvæmdasvæðinu 12. janúar 2007. un og Rafteikning ásamt arkitekta- stofunni ASK sem sinna munu hlut- verki Byggingafulltrúa við yfirferð sér- uppdrátta en Byggingafulltrúaem- í húsið fara um 30.000 m3 af steypu sem þýðir að hella þarf að meðaltali steypu úr einum steypubíl hverja ein- ustu klukkustund sem uppsteypa hússins varir en henni á að vera lokið vorið 2008. Fyrir utan að uppsteypan sé umfangsmikil þá er hún tæknilega flókin vegna þykkra þversniða. Til að fylgjast vel með hitamyndun steyp- unnar hafa verið útbúnir hitanemar sem fylgjast með hitanum á mismun- andi stöðum í þversniðinu. Þessum upplýsingum er síðan miðlað þráð- laust þannig að hægt er að fylgjast með þeim í gegnum veraldarvefinn hvenær sem er. Steypuvinnu við tón- listarhúsið verða gerð grein síðar í sérstakri grein. Útboð - útboðsvefur Reikna má með að efniskaup vegna framkvæmdarinnar geti verið af stærðargráðunni 7 milljarðar. Þau munu að mestu leyti verða boðin út og hefur ÍAV í því skyni komið sér upp sérstökum útboðsvef þannig að efnissalar og framleiðendur geta fylgst með þeim útboðum sem eru í gangi hverju sinni og þeim útboðum sem væntanleg eru, sjá http://www. iav. is/utbodsvefur/. Fjórhliða samkomulag um hönnunarrýni og þríhliða samkomulag um fram- kvæmdaeftirlit Aðilarnir sem standa að framkvæmd- inni, Austurhöfn, Portus og ÍAV hafa gert með sér samkomulag, ásamt Byggingafulltrúanum í Reykjavík, um það hvernig staðið skuli að hönnun- arrýni verksins. í því skyni hafa verið ráðnar verkfræðistofurnar Línuhönn- un, Almenna Verkfræðistofan, Fjarhit- bættið sér sjálft um yfirferð bygg- ingarnefndarteikninga. Þetta sam- komulag er einstakt í sinni röð og er það von þeirra sem að því standa að með því megi koma í veg fyrir tvíverknað í hönnunarrýni og eftirliti. Helstu mílusteinar í tímaáætlunum Samkvæmtnúgildanditímaáætlunum þá er gert ráð fyrir því að uppsteypu hússins Ijúki vorið 2008. Þegar haust- ið 2007 verður hafist handa við innanhúsfrágang í kjallara og í kjöl- farið verður hafist handa við lagna- þátt mannvirkisins en hann er, eins og framan hefur verið lýst, gríðarlega umfangsmikill. Innrétting salanna hefst sumarið 2008 ásamt frágangi á ytri glerhjúp hússins. Verklok eru síðan áætluð í árslok 2009. Lokaorð Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð við Austurhöfn í Reykjavík er ætlað að vera kennileiti Reykjavíkur og laða til sín mikið af fólki. Húsið á í tónlistar- legu tilliti að verða á heimsmælikvarða og vera verðugur heimavöllur Sinfó- níuhljómsveitar íslands og laða að sér tónlistarfólk frá öllum heimshornum. Húsið á einnig að skapa möguleika á því að halda hér á landi stórar alþjóð- legar ráðstefnur. Framkvæmdin er ein stærsta framkvæmd íslandssög- unnar og við hana er beitt nýjustu tækni í hönnun og framkvæmd. 48

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.