Upp í vindinn - 01.05.2007, Qupperneq 67
... Upp í vindinn
Kerfið bíður einnig upp á þann mögu-
leika að veita stætisvögnum forgang
á umferðarljósum.
Fjárhagslegur ávinningur
Samkvæmt reiknilíkani umferðar fyrir
höfuðborgarsvæðið eru eknir 1.260
milljón kílómetrar innan höfuð-
borgarsvæðisins á ári. Á því svæði
sem fyrsti áfangi nær til, er reiknað
með 150 milljónum ekinna kílómetra
á ári og það taki ökumenn fjórar til
sex milljón klukkustundir að aka
þessa leið. Miðað við reynsluna erlen-
dis (t.d. Prag 2005: 8%) má gera ráð
fyrir að innleiðing miðlægrar stýr-
ingar í Reykjavík skili sér í 2-10%
styttingu aksturstímans. Miðað við
þessar forsendur má ætla að sparn-
aður bíleigenda verði í krónum talið
125-900 milljónir á ári. Hér er vita-
skuld um áætlun að ræða, en af
henni má þó ráða að arðsemi verkefn-
ingar, arðsemismat, bls.2)
Aukið öryggi:
Sitrafic hugbúnaðinum fylgir sjálfvirkt
vöktunarkerfi. Bilanir eru tilkynntar
samstundis með sjálfvirkum hætti í
farsíma vaktmanna, með tölvupósti
eða með villumeldingu á skjá í út-
stöð. Hægt er að staðsetja bilunina
nákvæmlega og að viðgerð lokinni er
fljótlegt að endurstilla umferðarljósin
með miðlægum hætti. Allt þetta
verður til þess að stytta þann tíma
sem Ijós eru óvirk, draga úr umferðar-
töfum og auka til muna öryggi í um-
ferðinni.
Upplýsingar til almennings:
Umfangsmiklar talningar og umferð-
arútreikningar skapa grunninn fyrir
miðlæga stýringu, en jafnframt verð-
ur til verðmætur upplýsingagrunnur
sem nota má til að miðla upplýsing-
um til almennings. Til dæmis greinir
Áætlaður fjöldi ökustunda á ári Áætlað hlutfall sparnaðar Ökustunda- kostnaður Sparnaður í krónum
Læqri mörk 4 milljónir 2% 1.555 kr. 125 milljónir
Hærri mörk 6 milljónir 10% 1.555 kr. 933 milljónir
isins er mikil.
Ökustundakostnaðurer „vegið meðal-
tímagjald hvers bíls". Á verðlagi ársins
2006 er það 1.555 kr. (Heimild:
Skýrsla VST-verkfræðistofu 2006:
Sundabraut 1 .áfangi - Umferðarreikn-
► Rafhönnun
Rannsóknastofnun
byggingaríðnaðarins
kerfið umferðarhnúta og þeim upp-
lýsingum verður hægt að koma á
framfæri á hefðbundinn hátt í gegn-
um útvarp. Kerfið bíður einnig upp á
þann möguleika að senda skilaboð á
sjálfvirkan hátt, til dæmis til lögreglu
RAFTAKN
og á fréttastofur fjölmiðla.
Ánægjulegt skref
Fyrsta áfanga þessa samstarfsverk-
efnis Reykjavíkurborgar og Vegagerð-
arinnar lýkur um mitt sumar 2007
þegar Siemens afhendir búnaðinn
með formlegum hætti. Miklar vonir
eru bundnar við miðlæga stýringu
umferðarljósa í Reykjavík og nokkuð
Ijóst að ávinningur er töluverður. Eink-
um í styttri ferðatíma sem skilar sér
fljótt í pyngju ökumanna og minna
álagi á umhverfið. Umferð á höfuð-
borgarsvæðinu heldur væntanlega
áfram að vaxa og óraunhæft er að
gera ráð fyrir að tafir á álagstímum
heyri sögunni til. Þetta nýja kerfi hef-
ur hins vegar mikla vaxtarmöguleika
og verður áhugavert fyrir almenning
og fagaðila að fylgjast með þróun
þess á næstu árum.
Dagbjartur Sigurbrandsson, starfsmaður
Þjónustumiðstöðvar Framkvæmdasviðs,
við stjórnkassa við gatnamót Kringlumýr-
arbrautar og Miklubrautar. Gatnamótin
eru í fyrsta áfanga miðlægrar stýringar
umferðarljósa.
RAFTEIKNING HF
RÁÐGJAFARVERKFRÆÐINGAR
CONSULTING ENGINEERS
VERKFRÆÐISTOFA
67