Upp í vindinn - 01.05.2007, Side 77

Upp í vindinn - 01.05.2007, Side 77
... Upp í vindinn Reyk- og brunatjöld frá Formaco Stöbich reyk- og brunatjöldin frá Formaco eru hönnuð til að hefta dreifingu elds, reyks og heitra gastegunda við bruna í byggingum og þola allt að 1100 C° hita í 120 mín. Þau eru notuð sem hluti af brunakerfi húsa til að stýra og auðvelda flóttaleiðir. Tjöldin eru fáanleg allt að 30 metra breið og eru framleidd úr sérstaklega styrktum og húðuðum glertrefjaefnum. Ýmsir möguleikar eru á uppsetningu tjaldanna s.s. innfelld I loft eða veggi sem og utanáliggjandi eða niðurhengd. Stöbich tjöldin hafa marga kosti fram yfir önnur tjöld á markaðnum eins og mikla breidd í einingu og einn mótor. Þetta gerir búnaðinn hagkvæmari en önnur kerfi sem þurfa tvö stjórnbox og nokkra mótora. Umgjörð tjalds og leiðarar er galvaniserað. Einnig er hægt að fá umgjörð og leiðara úr ryðfríu stáli eða duftlakkað. Tjöldin eru ekki einungis ætluð til notkunar innahúss heldur eru þau einnig til notkunar utanhúss og þá ætluð til að hefta útbreiðslu elds gegnum óvarðar brunaleiðir milli húsa eins og t.d. gegnum glugga. í þessu tilviki má hugsa sér Laugaveginn í Reykjavík þar sem stutt er á milli bygginga og ekki var gerð krafa um sérstakar eldvarnir, eins og t.d. eldvarnarglugga, þegar meginþorri þeirra bygginga var byggður. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Formaco. www.formaco.is 77

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.