Upp í vindinn - 01.05.2014, Qupperneq 4
LEIÐARI
Árlegt rit útskriftarárgangs umhverfis- og bygg-
ingarverkfræðideildar Háskóla íslands, .Upp í
vindinn" kemur nú út í 33. skipti. Ritið þjónar aðallega
tvennum tilgangi. í fyrsta lagi er blaðinu ætlað að vera
vettvangur nemenda og kennara deildarinnar auk
annarra fræðimanna og aðila á vinnumarkaði til að koma
á framfæri nýjungum og áhugaverðum niðurstöðum
rannsókna á faglegum grundvelli. í öðru lagi er blaðið
stór liður í fjáröflun útskriftarárgangs deildarinnar fyrir
námsferð sem farin verður í vor undir leiðsögn kennara.
í þetta skiptið er förinni heitið til Sameinuðu arabísku
furstadæmanna, en Hörn Hrafnsdóttir mun að þessu
sinni leiða hópinn sem mun meðal annars skoða hæstu
byggingu heims, Burj Khalifa, og sækja hina víðfrægu
mosku Sheikh Zayed heim.
Fyrir hönd útskriftarárgangs umhverfis- og
byggingarverkfræðideildar Háskóla íslands 2014 vill
ritstjórnin þakka greinarhöfundum, auglýsendum og
öllum öðrum sem komu að blaðinu fyrir gott samstarf
og gott innlegg 1 frábært blað sem við erum svo
sannarlega stolt af.
Efsta röð frá vinstri: Ólafur Hafstein Pjetursson, Sturla
Sigurðarson, Sindri Þrastarson, Birgir Pétursson, Ragnar
Þór Þrastarson, Bjarni Guðni Halldórsson, Börkur Smári
Kristinsson, Bjartur Guangze Hu, Kjartan Pálsson, Gísli Steinn
Arnarson.
Miðröð frá vinstri: Arna Kristjánsdóttir, Kristín Hallsdóttir,
Stella Kristín Hallgrímsdóttir, Herbjörg Andrésdóttir, Arnór Bragi
Elvarsson.
Neðsta röð frá vinstri: Hrund Sigfúsdóttir, Ævar Valgeirsson,
Ásmundur Þrastarson, Bergljót Hjartardóttir.
Á myndina vantar Báru Guðmundsdóttur og Margréti Ósk
Aronsdóttur.
4 I ...upp í vindinn