Upp í vindinn - 01.05.2014, Side 7

Upp í vindinn - 01.05.2014, Side 7
UMHVERFIS- OG BYGGINGARVERKFRÆÐIDEILD - YFIRLIT ÁRSINS 2013 Frá afhendingu styrks úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents: frú Vigdís Finnbogadóttir, Herbjörg Andrésdóttir styrkhafi og Hilmar Bragi Janusson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla íslands. Árið 2013 einkenndist talsvert af vinnu að gæða- málum en Háskóli íslands er að vinna að sjálfsmati samkvæmt áætlun Menntamálaráðuneytisins um Rammaáætlun um eflingu gæða á sviði æðri menntunar á íslandi (e. Icelandic Quality Enhancement Framework, QEF). Rammaáætlunin gerir ráð fyrir að allir háskólar séu teknir út á 5 ára fresti með áherslu á gæðamál kennslu og er verkinu stýrt af Gæðaráði háskóla (e. Quality Board) sem er skipað erlendum sérfræðingum undir stjórn dr. Norman Sharp. Innan háskólans fer matið þannig fram að allar deildir fara í sjálfsmat sem tekur um eitt misseri og byggt á því er háskólinn metinn. Umhverfis- og byggingarverkfræðideild fór í gegnum sjálfsmatið á vormisseri 2013 og eru niðurstöðurnar birtar í sjálfsmatsskýrslu. Nemendur tóku virkan þátt í úttektinni en deildin fékk einnig til liðs við sig Helga Valdimarsson, fyrrum framkvæmdastjóra Almennu Verkfræðistofunnar, sem fulltrúa atvinnulífsins og Hákan Stille, Professor Emeritus við Konunglega Tækniháskólann í Svíþjóð, sem erlendan ráðgjafa. Félagsvísindastofnun tók umfangsmikil viðtöl við nokkra hópa nemenda til að draga fram styrkleika og veikleika frá sjónarhóli nemenda. Helstu styrkleikar deildarinnar eru góð tengsl kennara við nemendur, virkt samstarf við fyrirtæki og stofnanir og ánægja útskrifaðra með að hafa hlotið breiðan og hagnýtan grunn fyrir störf sín eða frekara nám. Tækifæri til styrkingar voru helst efling verklegs náms, enn frekari efling umhverfisverkfræðikennslu deildarinnar, meiri aðkoma deildarinnar að símenntun verkfræðinga í starfi og styrking innri ferla við framkvæmd doktorsnáms. Gæðamál kennslu verða ávallt í brennidepli í háskólastarfinu til hagsbóta fyrir nemendur og munu stuðla að áframhaldandi stöðu Háskóla íslands á lista Times Higher Education World University Rankings sem einn af 300 bestu háskóium í heimi. BS nám Á árinu luku 27 BS nemendur námi sem er heldur færra en undanfarin ár. Margir þessara nema halda áfram námi við deildina og Ijúka MS gráðu sem gefur þeim rétt til að fá starfsheitið verkfræðingur. Námið er fjölbreytt og tekur á helstu fagsviðum umhverfis- og byggingarverkfræði með tækifæri til nokkurrar sérhæfingar en það er þó ekki fyrr en í meistaranáminu sem færi gefst til verulegrar sérhæfingar. BS nemendur standa að öflugu nemendafélagi, Naglarnir, og skólaárið 2013-2014 er Arnór Bragi Elvarsson formaður félagsins. Deildin hefur ávallt átt mjög gott samstarf við Naglana en fræðast má um starfsemi félagsins á heimasíðu þess, www.naglar.hi.is. Á hverju ári, þann 21. desember, er úthlutað styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents og fellur hann i hlut þess verkfræðinema sem er með hæstu meðaleinkunn eftir fyrstu tvö árin í námi. Annað árið i röð var það nemandi frá Umhverfis- og byggingarverkfræðideild sem fékk styrkinn, Herbjörg Andrésdóttir, en frú Vigdís Finnbogadóttir afhenti styrkinn. Meistaranám Á árinu vörðu 7 MS nemendur ritgerðir sínar sem voru heldur færri en undanfarin þrjú ár þegar ríflega 13 útskrifuðust að meðaltali. Meistaranám er öflugt en fjöldi nema í MS námi er nú um 60 og koma fjölmargir einstaklingar frá fyrirtækjum og stofnunum að leiðbeiningu meistaraverkefnanna. Meistaranemendurnir eru: Alexandra Kjeld (Microbial methane oxidation at the Fíflholt landfill in lceland), unnið í samstarfi við EFLU, Háskólann í Sherbrooke, og Samband íslenskra sveitarfélaga; Anna Heiður Eydísardóttir (Relating measured physical roughness of hydropower waterways to hydraulic roughness), unnið í samstarfi við Verkísog Landsvirkjun; Ágúst Guðmundsson (Model Investigations of a Juvenile Fish Bypass System at Urriðafoss HEP), unnið í samstarfi við Landsvirkjun og Siglingastofnun; Gísli Steinn Pétursson (Líkantilraunir veltuþróa með lágar Froude tölur við Urriðafossvirkjun), unnið í samstarfi við Landsvirkjun og Siglingastofnun; Harpa Dögg Magnúsdóttir (Dregur mat á umhverfisáhrifum úr neikvæðum umhverfisáhrifum?), unnið í samstarfi við Skipulagsstofnun; Kevin Franke (Investigation of the Complex Flow in High Energy Spillways by Means of Computational Modelling and Experiments), unnið í samstarfi við Landsvirkjun; og Valur Arnarson (Háhýsi á jarðskjálftasvæðum), unnið í samstarfi við Hnit. Nánari upplýsingar um verkefnin, leiðbeinendur og samstarfsaðila er að finna á vefsíðu deildarinnar og þar má einnig finna tengil á ritgerðirnar. Doktorsnám Um 10 doktorsnemendur stunda nám við deildina og munu líklega 3-4 verja doktorsritgerðir sínar 2014 en engin vörn fór fram 2013. Doktorsverkefnin eru fjölbreytt og eru mikilvægur liður í rannsóknum og rannsóknasamstarfi deildarinnar. Doktorsverkefnin eru iðulega unnin í samstarfi við aðila frá erlendum stofnunum og háskólum. Doktorsverkefni og greinar sem birtar hafa verið úr doktorsrannsóknunum má finna á heimasíðu deildarinnar. Rannsóknir Rannsóknir deildarfólks snerta fjölmörg svið innan greinarinnar og eru unnar í samstarfi við innlenda og erlenda fræðimenn, fyrirtæki og stofnanir. Rannsóknirnar eru styrktar af samkeppnissjóðum og tekur deildarfólk þátt í fjölda alþjóðlegra rannsóknarverkefna og leggja doktorsnemar fram drjúgan skerf af rannsóknarvinnunni. Sem dæmi um alþjóðleg rannsóknarverkefni má nefna Evrópuverkefnin ENHANCE (Enhancing risk management partnerships for catastrophic ...upp í vindinn I 7

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.