Upp í vindinn - 01.05.2014, Qupperneq 13

Upp í vindinn - 01.05.2014, Qupperneq 13
HJÓLASTÍGUR FRÁ FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR TIL REYKJAVÍKUR sömu áferö og hefðbundið malbik og hentar því vel til hjólreiða. Endurunnið malbik er umhverfisvænna en nýtt malbik eins og gefur að skilja. Því á vel við að nota það í stfga fyrir hjól og ýta þannig undir umhverfisvænni samgönguhætti með notkun á umhverfisvænni efnum. Kaldblandað 100% endurunnið malbik myndi henta einkar vel í hjólastíg frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur þar sem endurunna efnið er geymt við malbikunarstöð MHC í Kagelluhrauni í Hafnarfirði og flutningur efnisins þess vegna lítill. Endurunna malbikið er um helmingi ódýrara en heitblandað malbik í háum gæðaflokki eða um 10.000 kr/tonn samanborið við 20.000 kr/tonn. Reikna má með að svipaður kostnaður sé við útlögn og flutning kald- og heitblandaðs biks eða um 600 kr/m2. Ef reiknað er með að 140 kg af malbiki þurfi á hvern fermetra stígs þá fæst að kaldblandað malbik kostar 1.400 kr/m2 og heitblandað malbik 2.800 kr/m2. Reikna má með að flutningur og útlögn kosti um 600 kr/m2. Á 20 km af þessum 54 km heildarleiðarinnar þarf að leggja malbik (16 km af malarvegum og 4 km þar sem enginn stígur er nú til staðar). Ef stígurinn er 2,5 m breiður þá eru þetta 50.000 m2 sem þarf að malbika. Ef kaldblandað endurunnið malbik er notað er kostnaðurinn um 100 millj. kr. en fyrir heitblandað malbik er kostnaðurinn um 170 millj. kr. í þessu verki geta því sparast um 70 millj. kr, eða um 20% ef miðað er við að heildarkostnaður sé 330 millj. kr, með því að nota endurunnið malbik í stað hefbundins malbiks. Fjármögnun Árið 2007 voru hjólastígar í fyrsta sinn skilgreindir í vegalögum. Þessi breyting á lögum varð til þess að aðkoma Vegagerðarinnar við stígagerð er möguleg. Vegagerðin er í samstarfi við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um fjármögnun á gerð hjólastíga. I júlí 2012 skrifuðu Reykjavíkurborg og Vegagerðin undir samstarfssamning sem markaði nýja tíma í hjólreiðaátaki borgarinnar. Reykjavíkurborg og Vegagerðin ætla að verja milljarði hvor í átakið á næstu þremur til fimm árum [16]. Með þessu setti Vegagerðin fordæmi fyrir önnur sveitarfélög innan höfuðborgarsvæðisins sem búast væntaniega við svipuðum samstarfssamningi. í núgildandi samgönguáætlun er lögð áhersla á sjálfbærar samgöngur þ.á.m. hjólreiðar [3]. Sjálfbær samgönguáætlun á að vera unnin í samvinnu við sveitarfélög með yfir 5.000 íbúa [3], en Reykjanesbær hefur yfir 14.000 íbúa. Vegagerðin vinnur í samræmi við markmið samgönguáætlunar og ber ábyrgð á að sjálfbær samgönguáætlun sé unnin þar sem grunnnet hjólastíga á að vera skilgreint [17]. í sjálfbærri samgönguáætlun á að forgangsraða fjármagni í uppbyggingu nets hjólastíga [3]. Uppbygging stíga innan höfuðborgarsvæðisins er nú í forgangi en samstarfssamningur Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar nær til 2015-2017. Eftir þann tíma gæti fjármagn losnað fyrir uppbyggingu á hjólastígum utan höfuðborgarsvæðisins. Reykjanesbrautin er einn umferðarþyngsti þjóðvegur utan þéttbýlis og væri því eðlilegt næsta skref, eftir að hægjast fer á fjármögnun við stíga innan höfuðborgarsvæðisins, að bæta aðstöðu hjólreiðafólks eftir henni. Reykjanesbrautin er umferðarmeiri en lengstu hlutar Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar [9] en samkvæmt vegalögum er heimilt að veita fé til almennra stíga meðfram umferðarmestu þjóðvegum [3] og ætti því Reykjanesbraut að vera í forgangi hvað hjólaleiðir frá höfuðborgarsvæðinu varðar. Sveitarfélög sem eiga hlut að þessum hjólastíg eru Reykjanesbær, Vogar, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Kópavogur og Reykjavík. Til þess að Vegagerðin komi að fjármögnun stfgsins þurfa þessi sveitarfélög að vera tilbúin með skipulag að legu hjólastígsins [3]. Samkvæmt aðalskipulagi Reykjanesbæjar á aðgengi fyrir hjólreiðafólk að vera gott meðfram svokallaðri lífæð [18]. Samkvæmt aðalskipulagi Voga á að leggja stíga sem tengja byggðina við nærliggjandi sveitarfélög [19]. Hingað til hafa viðkomandi sveitarfélög borið helming af kostnaði við lagningu hjólastíga meðfram stofnbrautum á móti Vegagerðinni en í samgönguáætlun kemur fram að kostnaðarþátttaka Vegagerðarinnar getur orðið meiri á langleiðum utan höfuðborgarsvæðisins [3]. Hugsanlega geta einkaaðilar komið að fjármögnun þessarar hjólaleiðar. Eins og fram hefur komið á Isavia í viðræðum við Reykjanesbæ um þessar mundir um lagningu hjólastígs milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjanesbæjar. Með því á starfsfólk Isavia á Keflavíkurflugvelli að geta hjólað til og frá vinnu. Rio Tinto Alcan lagði stíg frá Hvaleyrarholti að álverinu í Straumsvík í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ árið 2005 [20]. Hjólaleiðin sem er fjallað um í þessari skýrslu liggur meðfram álverinu og því má kanna hvort að Rio Tinto Alcan vilji koma að fjármögnun. Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas gæti hugsanlega gefið afslátt af efni og sóst eftir kynningu á endurunnu malbiki í staðinn. Þetta verkefni hentar vel fyrir endurunna malbikið vegna þess hve framkvæmdirnar eru nálægt lager af endurunnu malbiki. ...upp í vindinn I 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.