Upp í vindinn - 01.05.2014, Side 16

Upp í vindinn - 01.05.2014, Side 16
LYFTURSEM HLUTIAF FLÓTTALEIÐ Böðvar Tómasson Sviðstjóri Bruna- og öryggissviðs hjá EFLU verkfræðistofu. Hann er byggingar- og brunaverkfræðingur M.Sc. frá Tækni- háskólanum í Lundi og vottaður verkefna- stjóri IPMA. Hann hefur starfað við bruna- hönnun bygginga, öryggishönnun og áhættugreiningar hérlendis og í Svíþjóð frá 1996. Aldís Rún Lárusdóttir Starfar á Bruna- og öryggissviði EFLU verkfræðistofu. Hún er útskrifuð sem byggingar- verkfræðingur M.Sc. frá Danmarks Tekniske Universitet og lauk nýverið doktorsprófi frá sama skóla. Meginviðfangsefni doktors-rannsóknar hennar var rýming bama við bruna. ••GFLA VERKFRÆÐISTOFA Þróun bygginga hefur að miklu leyti verið til himins, þ.e. að byggja hærri byggingar sem rúma meira og fleiri. Samanborið við önnur þróuð lönd er byggingarhæð á íslandi með lægra móti og var Hallgrímskirkja (74,5 m) hæsta bygging landsins frá árinu 1974 til ársins 2008 þegar Turninn (77,6 m) á Smáratorgi var kláraður. Þriðja hæsta íslenska byggingin er Höfðatorgsturninn (70 m). í dag eru hæstu byggingar heims ekki lengur í Bandaríkjunum, þó þar séu vissulega margar háar byggingar, en Empire State byggingin (381 m) í New York hampaði titlinum lengst, eða frá árinu 1931 til 1970 þegar annar tvíburaturninn, einnig í New York, (World Trade Center) tók við titlinum. Titillinn hæsta bygging heims fór svo til Chicago (Sears turninn) árið 1974 en árið 1998 fór titillinn frá Bandaríkjunum til Kuala Lumpur (Petronas turnar) og hefur haldist í Asíu síðan. Nú er það byggingin Burj Khalifa í Dubai sem er hæst allra og það með yfirburðum með sína 828 metra. Þess má geta að ef möstur og aðrir aukahlutir eru teknir með í reikninginn er röðunin önnur [1]. Enn hærri byggingar eru á teikniborðinu. Eftir því sem byggingar eru hærri, er meira fólk í byggingunni og vegalengdirnar lengri. Því verður rýmingartíminn óneitanlega líka lengri en ella. Það þarf ekki bara að margfalda gönguhraða með aukinni vegalengd heldur þarf t.a.m. einnig að gera ráð fyrir því að fólk þreytist við það að ganga niður stigana og þurfi jafnvel að hvílast á leiðinni ef um er að ræða tugi hæða. Dags daglega eru stigar háhýsa lítið notaðir og flytja lyftur fólk upp og á milli hæða. Hver fermetri sem fer í stiga er því dýrkeyptur. í raun þurfa byggingar ekki að vera háhýsi til þess að lyftur séu aðalferðamátinn milli hæða, en hönnun, notkun og innra skipulag byggingarinnar hefur mikið 16 I ...upp í vindinn

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.