Upp í vindinn - 01.05.2014, Side 17

Upp í vindinn - 01.05.2014, Side 17
LYFTUR SEM HLUTI AF FLÓTTALEI um það að segja. Þar sem stígahúsin eru fyrst og fremst hugsuð og notuð sem flóttaleið og eru jafnvel ekki á sama stað í byggingunni og lyfturnar er einnig hætta á því að fólk þekki ekki leiðina þegar kemur að því að nota stigann. Lyftur við eldsvoða En nú að lyftum í tengslum við rýmingar og eldsvoða. Á íslandi eru enn ekki neinar fólksflutningslyftur sem ætlaðar eru til almennrar rýmingar við brunaboð þó svo að regluverkið bjóði upp á það. í 9.8.6. grein Byggingar-reglugerðar [2] stendur: „Brunavarnalyftur og flóttalyftur skal nota þar sem slíkt er nauðsynlegt vegna slökkvi- og björgunarstarfa eða öryggis fólks.“ Auk þess er kvöð í sömu grein um brunavarnalyftu í byggingum sem eru átta hæðir eða hærri. Þetta er lyfta sem ætluð er slökkviliði til notkunar við slökkvistarf og fólksbjörgun og skal hún vera í lyftustokk sem er sjálfstætt brunahólf, með brunastúku á hverri hæð og hafa minnst tvo óháða straumgjafa og er hönnuð skv. ÍST EN 81-72 [3]. Slökkviliðslyfta skiptir miklu máli við slökkvistörf í háhýsum eins og prófanir EFLU og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins leiddu í Ijós [4] [5]. Yfir 30 ár eru síðan vinna hófst með hugmyndir um að nota lyftur við rýmingu og var það fyrst og fremst til þess að tryggja rýmingarmöguleika fatlaðra sem þessi vinna hófst og gaf Bandaríska Staðlaráðið út skýrslu árið 1982 um viðfangsefnið [6]. Þessi vinna hefur í raun verið í gangi síðan, í ýmsum löndum, og er sífellt verið að þróa betri lausnir á tæknivandamálunum sem fylgja því að nota lyftur við rýmingar. Til að mynda hefur verið gefin út handbók um flóttalyftur í Ástralíu [7]. Það væri stórt skref í átt að auknu jafnrétti og öryggi fyrir fólk með skerta hreyfigetu ef almenn rýming færi m.a. fram með notkun lyfta. Þá getur fólk sem bundið er við hjólastól eða á erfitt með gang rýmt bygginguna hjálparlaust eða -lítið, í stað þess að bíða á svokölluðum öruggum svæðum eftir aðstoð eða að hættan gangi yfir. Þessi öruggu svæði hafa oft mætt afgangi við hönnun og gerð bygginga en með auknum áherslum á algilda hönnun hafa málefni sem varða aðgengi og öryggi fatlaðra fengið meira vægi. Fjallað er nánar um rýmingarmál við algilda hönnun í greininni „Frágengi fyrir alla“ [8]. Einnig má nefna að börn eiga erfitt með rýmingu um stiga og þurfa þau mikla aðstoð fullorðinna, auk þess sem rýming barna um stiga er seinleg [9]. Þegar skýrslur og greinar um rýmingu með lyftu eru skoðaðar er Ijóst að áhersla er lögð á að leysa þurfi tæknilegu hliðar málsins sem snúa að því að tryggja að lyftan sé áreiðanleg [10], hafi afl og sé reyklaus [6] [7]. Þessir tveir þættir eru nú þegar skilgreindir í íslensku reglugerðinni þar sem aflið á að vera tryggt með því að hafa a.m.k. tvo óháða straumgjafa og reykhömlun á að vera tryggð með því að hafa lyftuhúsið í sér brunahólfi og með stúku á hverri hæð. Auk þess þykir Ijóst að það getur verið flókið að hanna skilvirka stýringu sem tryggir að lyftan stoppi á réttum stöðum o.s.frv. Mannlegi þátturinn Þáttur sem gjarnan hefur gleymst er mannlegi þátturinn. í áratugi hefur fólki verið kennt að nota ekki lyftur í eldsvoða heldur stigana. Yfirleitt eru viðvaranir þess efnis í lyftum og við lyftudyr á hverri hæð. Flvernig á að sannfæra fólk um að lyftur séu góður kostur í rýmingu? Það er því miður ekki svo einfalt að einn daginn sé óhætt að nota allar lyftur við rýmingu heldur þarf að greina á milli hvaða lyftur má nota og hverjar má ekki nota. Rannsókn leiddi í Ijós að það sem veldur fólki mestum ótta þegar kemur að rýmingu með lyftu eru eftirfarandi þættir [11]: • Lyftan verði straumlaus • Lyftan stoppi • Reykur berist inn í lyftuna • Biðtími eftir lyftunni verði of langur Engan af þessum þáttum getur fólkið sjálft haft áhrif á og er því Ijóst að fólki finnst óþægilegt að missa vald á sínum eigin örlögum. Kosturinn við það að nota stigann er að þú sérð hvernig þér miðar áfram og getur skipt um skoðun/stefnu nánast hvenær sem er. Óttinn um að biðtíminn sé of langur tengist því að fólk er hrætt við að bíða eftir lyftu upp á von og óvon um að hún komi og að aðrar flóttaleiðir geti lokast á meðan. Þess vegna er hönnun byggingarinnar mikilvæg og því ákjósanlegast að stigahúsið sé á sömu slóðum og lyftubiðsvæðið og því hægt að skipta um skoðun án þess að fara um hugsanlega reykfyllt svæði [7]. Annar þáttur sem getur haft áhrif á val fólks milli lyftu og stiga er hvað fólk telur vera fljótasta kostinn við rýmingu. Þannig getur hæð bygginga haft áhrif á hversu margir velja að nota lyftu sem flóttaleið. Rannsókn (skoðanakönnun) sýndi að um 25% gætu hugsað sér að nota lyftu á 20. hæð, en 70% fólks á 60. hæð byggingar [12]. Þegar fólk var spurt hvort það gæti hugsað sér að bíða eftir lyftu í rýmingu, máttí sjá beina tengingu við það á hvaða hæð það var statt, því hærra uppi því meiri líkur voru á að fólk væri tilbúið að bíða. Þegar sama fólk var beðið um að svara því hvort það myndi skipta um skoðun ef það væru fáir að bíða á lyftusvæðinu hafði hæðin einnig áhrif. Fólk á lægri hæðum skipti frekar um skoðun, enda um styttri gönguleiðir að ræða og ekki eins mikill ávinningur af því að nota lyftu. Hins vegar var ekki hægt að sjá sama mynstur þegar fólki var sagt að margir væru að bíða á lyftusvæðinu, þá sögðust u.þ.b. 85-90 % skipta um skoðun og nota frekar stigann, óháð hæð [13]. Upplýsingamiðlun Lykilatriði í því að fá fólk til að velja að nota til þess gerðar lyftur við rýmingu er upplýsingamiðlun. Ýmsar leiðir eru til þess að koma nauðsynlegum skilaboðum til væntanlegra notenda og má helst nefna [11]: • Þjálfað starfsfólk • Töluð skilaboð • Merkingar • Gaumljós um hvort lyftan sé virk • Raunstaðsetningu lyftu • Stafræn upplýsingaskilti Miklir möguleikar eru í notkun stafrænna skilta, t.a.m. að birta áætlaðan biðtíma eða hvar tiltekin hæð er í rýmingarröðinni, enda þekkja flestir slík kerfi frá hinum ýmsu þjónustuverum. ...upp í vindinn I 17

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.