Upp í vindinn - 01.05.2014, Page 18
LYFTUR SEM HLUTI AF FLÓTTALEI
Þrátt fyrir að lyftur hafi ekki verið hannaðar sem flóttaleið og þrátt
fyrir herferðina um að ekki skuli nota lyftur í rýmingu eru fjölmörg
dæmi um að lyftur hafi verið notaðar sem flóttaleið við bruna.
Þetta gerðist t.d. þegar eldur kom upp í 20 hæða íbúðabyggingu
í Hiroshima árið 1996 [14] en þekktasta dæmi seinni tíma er
eflaust við rýmingu tvíburaturnanna í New York árið 2001 [15].
Þess ber þó að geta að einnig eru skjalfest dæmi um að fólk hafi
fundist látið f lyftum eftir eldsvoða, til að mynda fundust fimm
fórnarlömb í lyftum eftir þekktan bruna í bandarísku spilavíti og
hóteli árið 1980 [16].
Rýmingartími
Til þess að reikna flóttatíma þarf að nota sérhæfðan hugbúnað.
Rýmingartíminn er enn fremur háður hönnun og stærð
byggingarinnar, fjölda og stærð lyfta, stýringum á lyftunum og
hversu margir bíða lyftu á mismunandi hæðum.
Rannsóknir sýna að yfir ákveðinni hæð eykst hagkvæmni þess
að nota lyftur sem flóttaleið og að almennt næst besti flóttatíminn
með því að samnýta stiga og lyftur við rýmingu. í bandarískri
rannsókn [17] þar sem borinn var saman rýmingartfmi þriggja
tilfella (allir notuðu stiga, allir notuðu lyftur eða samnýtingu
hvoru tveggja) í fjórum byggingum leiddi í Ijós að fyrir sjö
hæða bygginguna tók nánast sama tíma að rýma þegar allir
notuðu stiga og þegar lyfta var notuð til móts við stigann.
Rýmingartiminn meira en tvöfaldaðist við það að allir notuðu
lyftu. Niðurstöðurnar fyrir næstu byggingu, sem var þrettán
hæðir, sýndu að hagkvæmast var að nota bæði lyftur og stiga
og eftir því sem byggingarnar voru hærri jókst ávinningur þess
að nota lyftur.
Forgangsröðun
Eins og hefur verið nefnt var upphaflega hugmyndafræðin á bak
við flóttalyftur að tryggja frágengi fatlaðra. Með tiikomu sífellt
hærri bygginga er þörfin á lyftunum ekki sfður til að flýta fyrir
almennri rýmingu og vaknar því spurningin: hver á forgang? Er
það aðilinn sem situr í hjólastólnum eða með hækjurnar eða
astmann eða einfaldlega sá sem kom fyrst í röðina? Þetta hefur
einnig verið viðfangsefni vinnuhópa [18] en við þessu er ekkert
eitt rétt svar enda rök með og á móti flestum sjónarmiðum.
Lokaorð
Með notkun lyfta við rýmingu er Ijóst að bæta má rýmingu fyrir
alla hópa samfélagsins, sé hún rétt skipulögð og framkvæmd.
í mörgum tilfellum má einnig stytta rýmingartíma, því hærri
bygging þeim mun meiri ávinningur. Lausnir þar sem lyftur eru
hluti af almennri flóttaleið þarfnast þó ítarlegrar brunahönnunar,
áhættugreiningar og næmnigreiningar. Ljóst er að tækninni
fleygir fram og reynsla er þegar komin á notkun lyfta og mun
þróunin vafalaust halda áfram á
þessu sviði.
Myndir þú nota lyftu til rýmingar?
Emergency
evacuation lift
Mynd 1 Dæmi um ---------------------
merkingu flóttaleiðar að Mynd 2 Dæmi um
flóttalyftu merkingu flóttalyftu
■■■* Ég myndi hætta við að nota lyftuna ef það væru fáir að bíða (0,5 pers/m2)
■■■ Ég myndi hætta við að nota lyftuna ef það væru mjög margir að bíða (2,5 pers/m2+)
■■©■•Ég myndi hugsanlega bíða eftir lyftu við rýmingu
100
2-10 11-20 21-30 31-40 41-50 51-60
Hæð byggingar sem viðkomandi er staddur á
Mynd 3 Líkur á því að fólk sé tilbúið til þess að bíða eftir lyftu við rýmingu, eftir hæð sem fólk er statt á. Einnig eru
sýndar líkur á því að sama fólk skipti um skoðun eftir því hvort fáir eða margir eru að bíða á lyftusvæðinu [13].
18 I ...upp i vindinn