Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 23
SETMYNDUN í HAGALÓNI
sambærilega hegðun nema mó hlutinn, sjá mynd 3, þar sem
nær allir punktar punktasafnanna eftir 1985 höfðu hrunið niður
í átt að núllinu eins og þessi komastærðarflokkur hefði næstum
þurrkast út.
Þessar ályktanir eru samt mjög hæpnar ef tekið er mið af
áreiðanleika mælinganna þar sem einungis S2 og S3 mælingar
standa á bakvið rauðu og grænu punktasöfnin. Samanburður á
mæliaðferðum með samtímamælingum við Krók (S1 sýnataka)
og Urriðafoss (S3 sýnataka), sjá mynd 4, sýna að aurburður
mælist mun hærri við Krók en Urriðafoss. Ef satt væri ætti áin
að vera að rísa verulega á milli þessara staða þar sem mikið
efni þyrfti að setjast fyrir til þess að niðurstöðurnar gætu verið
sannar. Ekkert ris er á þessum kafla og niðurstaðan því sú að S3
mælingarnar eru ekki marktækar og þá sérstaklega hvað varðar
grófa hluta efnisins. Því var ákveðið að notast einungis við S1
mælingarnar.
Þegar einungis S1 mælingarnar voru
skoðaðar kom eftirfarandi í Ijós:
• Ekki er greinanlegur munur á heildarsvif-aurburði
mældum fyrir árið 1968 við Urriðafoss og árin 2001
og 2002 við Krók.
• Ekki er greinanlegur munur á svifaurburði í
kornastærðarflokkunum leir, méla og sandur frá því
fyrir 1968 og eftir 2001.
• Áberandi munur er á svifaurburði í
kornastærðarflokknum mór.
Með hliðsjón af þessum niðurstöðum og þeim mælingum sem
gerðar hafa verið við frárennsli úr Búrfellsvirkjun var dregin sú
ályktun að lónin hreinsi vatnið af sandi og næstum því af mó.
Leir og mélu kornastærðir ná í gegn án greinanlegra breytinga.
Neðan Búrfells reynir áin að vinna upp tap sitt. Svo virðist sem
nóg sé af kornastærðum í farvegi árinnar sem flokkast undir
sand en lítið sem ekkert af efni sem flokkast undir mó. Vegna
þessa nær áin að endurheimta sandburðarþátt svifaursins en
ekki móinn.
Samanburður á svifaursmælinjjum við
Urriðafoss og Krók árið 2001
Urriðafoss
Mynd 4 Úr greinargerðinni um mat á aurburði við
Urriðafoss frá 2003. Rennsli er í m3/s og aurburður í kg/s.
Misrmmandi tíniabil athuguö - allar svifaursmælingar, Sl, S2 og S3
Svifaurburður - mór (kurnasta-rð á bilinu 0,02-0,2 mm)
1400
1200
1000
*%«*
* mo
tta
j
V.
I 600
3
<
400
200
0
0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1000 1100 1200 1300 1400
"zr:r,i j^zixz=; * 1 IrriAafi’Mic fvrir 1 Q7Í) Cl na <11 cvni -——- ♦
•> Urriðafoss frá 1970 til 1984. S2 og * Urriðafoss cflir 1985. S3 sýni S3 sýni
iviukuí iiii 4uui, syin
.
•
o
0 •
o
•
. 1
o* *♦ o a • S*a • o 0 . 0 • f o • ♦
a * » tlVniA o ® ** K ðSJÉI O
Kennsli |mVs|
Mynd 3 Graf í viðauka B-3 í greinargerðinni um mat á aurburði við Urriðafoss frá 2003.
...upp í vindinn I 23