Upp í vindinn - 01.05.2014, Síða 24

Upp í vindinn - 01.05.2014, Síða 24
SETMYNDUN í HAGALÓNI Ef miðað er við að lón við Urriðafoss verði alltaf minna en Sultartangalón má ætla að allur sandur sem berst í lónið sem svifaur setjist til í lóninu. Erfiðara er að segja til um móhlutann. Ef mest af þeim kornum sem berast að Urriðafossi og flokkast sem mór eru almennt í neðri skalanum á móskilgreiningunni þá eru allar líkur á að um sé að ræða korn sem komust í gegnum Sultartangalón og því eðlilegt að ætla að þau setjist ekki til í lóni við Urriðafoss. Ef aftur á móti þessi korn eru almennt í efri skalanum á móskilgreiningunni þá eru allar líkur á að þetta séu korn sem áin hefur rofið neðan Búrfells og þá geta þau sest til í lóni við Urriðafoss. Þegar þessi greinargerð var skrifuð var ekki búið að ráðast í greiningu efna á eyrunum og því ákveðið að miða við að allur mór settist til (öruggara að ofmeta heldur en vanmeta setmyndunina). Skýrslan frá 2006 styður þetta þar sem kornakúrfur á áreyrum sýna að almennt er undir 10 % efnisins undir 0,2 mm (mörk sands og móflokksins) og á efstu eyrunum innan við 2,5 % minna en 0,06 mm. Byggt á þessum forsendum voru aurburðarlyklar gerðir fyrir svifaursflokkana mó og sand sem og botnskriðið og niðurstöðurnar gáfu að setmyndun í lón við Urriðafoss gæti numið um 0,67 milljón tonnum af svifaurssandi á ári, 0,14 af mó og um 0,26 milljón tonnum á ári af botnskriði eða alls um 1,07 milljón tonnum á ári eða 0,75 Gl/ári ef miðað er við 1400-1600 kg/m1 2 3 4 rúmþyngd. Þessar niðurstöður gefa ekki upplýsingar um hvar áin tekur upp efni á leið sinni og því segir þetta ekkert til um hugsanlega setmyndun í Hagalóni, nema þá að hún sé minni en sem þessu nemur. Auk þess gefur þetta ekki fulla mynd af því hve mikið mun setjast til í Heiðarlóni ef allar þrjár virkjanirnar verða að veruleika því óvíst er hvort áin nái upp jafn miklu efni þegar efnisuppsprettur hennar minnka. Því var ráðist í frekari rannsóknarvinnu sem lauk með skýrslu 2006. Byggt var á þeim niðurstöðum sem greining mælinga hafði gefið og tveimur nýjum aðferðum bætt við. Þær eru massavarðveisla og skoðun á rofkrafti árinnar og jarðfræðilegar skorður. Miðað var við að aur sem setjast myndi til í lóni af sömu stærðargráðu og Hagalón staðsettu við Urriðafoss (hér eftir kallað ímyndaða lónið), væri uppruninn: 1. úr farvegi og bökkum árinnar á milli Urriðafoss annars vegar og Bjarnalóns og Sultartangalóns hins vegar (reyndar einnig ofar af svæðinu fyrir gerð Sultartangalóns) 2. frá landsvæðunum við þennan sama árkafla þaðan sem efni getur borist með vindi eða vatni (í venjulegri úrkomu og í leysingum) 3. frá þverám Þjórsár sem sameinast ánni á þessum kafla Auk þess geta náttúruhamfarir átt hlut að máli og má þá bæta við 4. lausum gosefnum frá eldgosum Fyrir massavarðveisluaðferðina var lagt mat á aurburð við Urriðafoss yfir lengri tíma. Magnið var endurmetið miðað við nýjar aurburðarmælingar (nú 0,87-1,09 milljón tonn á ári). Síðan var byggt á lögmálinu um varðveislu massa, þ.e. að það efni sem áætlað er að hafi borist framhjá Urriðafossi yfir ákveðinn tíma hlýtur að hafa komið einhvers staðar frá. Árið 1970, þegar Búrfellsvirkjun var komin í notkun, var valið sem upphafstími og 2003 sem lokatími. Til að leggja mat á massann sem áin gæti hafað rofið með sér af umræddu svæði á umræddu tímabili var ýmsum brögðum beitt. Hér eru nokkur talin upp: • Eldri loftmyndir og kort, helst frá um það bil 1970 og nýlegar loftmyndir og kort voru notuð til að leggja mat á hvaðan efnið gæti hafa komið. • Til voru mælingar á áreyrunum neðan við Búrfell frá 1965 sem teknar voru vegna mælinga á stærð Búrfellshrannar. Þessar mælingar komu sér vel og nýjar voru gerðar haustið 2003. • Langhallamælingar voru einnig til frá 1951 og 1995. Bætt var við mælingum 2003. • Þversniðs- og straumhraðamælingar voru gerðar auk þess sem grafnar voru upp gamlar mælingar. M.a. komu í Ijós mælingar af Fossá neðan frárennslisskurðar Búrfellsvirkjunar. • Mat lagt á uppdælingu sets úr Bjarnalóni. • Vettvangsferðir farnar. í einni slíkri sást að ekki mátti vanmeta rof úr Bjarnalæk en rennsli hans fór úr því að vera smá lækur í það að taka við um 20 m3/s vegna ísskolunar, sjá mynd 5. • Spáð í sandfok og eldgos, sjá merki sandfoks á mynd 6. Mynd 5 Úr skýrslunni um setmyndun í Hagalóni. Rof í Bjarnalæk, horft niður og yfir farveginn. Hæðarlínur á korti sýna að rofabörðin í hliðum Búrfells eru á bilinu 10-15 m að hæð. Breidd farvegarins er einnig merkt inn á myndina. 24 I ...upp í vindinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.