Upp í vindinn - 01.05.2014, Side 30

Upp í vindinn - 01.05.2014, Side 30
OPINBERT EFTIRLITI MAN N VIRKJAG ERÐ Örn Gunnlaugsson I Höfundur er eigandi Bindir & stál ehf. Áratugir eru síöan aimennt var farið að nota kerfismót við uppsteypu mannvirkja hér á landi og með notkun þeirra dró smá saman úr notkun hins hefðbundna mótatimburs sem hafði verið allsráðandi. Fara þarf aftur til síðustu aldar til að sjá heilu húsin sem slegin hafa verið upp á gamla mátann en þó er til að ýmis smáverk séu framkvæmd með þessum hætti enn í dag. Með tilkomu kerfismóta breyttist uppslátturinn m.a. til þess að ekki var öllum húshringnum með innveggjum slegið upp í einu lagi heldur er nú almennt tekinn hluti úthrings og gert ráð fyrir tengingum steypustyrktarjárns í innveggi þar sem slíkt á við. Þá eru veggir oftar en ekki steyptir upp fyrir plötu og gert ráð fyrir tengingum úr veggjunum inn í hana. Þrátt fyrir þessar breytingar frá gamalli tíð virðast burðarþolshönnuðir fastir í að teikna burðarvirki (járnateikningar) eins og enn sé slegið upp á sama hátt og á síðustu öld í stað þess að tilgreina steypuslit og með hvaða hætti skal tengja saman. Þó eru einhverjir sem hafa nú þegar tileinkað sér hið nýja verklag og áskilja notkun tengijárnabakka eða snittaðs kambstáls með samsetningarhólkum í tengingum þar sem steypuslit hafa verið ákveðin. Það eru þó aðrar leiðir til að tengja saman en að nota tengijárnabakka eða snitthólka. Sumum hefur með undraverðum hætti tekist að reikna sér til hagstæðari niðurstöðu að setja krumpujárn og brjóta sig inn að tengingum eftir að slegið hefur verið frá í stað þess að nota tengijárnabakka. Með slíkri aðferð fæst hins vegar fjarri því eins gott sæti og við notkun tengijárnabakka og er síst ódýrara nema hægt sé að fá vinnuna frítt við slíkt verklag. En ekki er sama hvernig þeir tengijárnabakkar eru sem notaðir eru til að þeir geri sem mest gagn. í flestum stærri verkum er lagt bann við notkun tengijárnabakka nema kassinn sem heldur járnunum inni sé úr riffluðu efni. Þessi krafa er væntanlega sett fram í því augnamiði að viðloðun á steypuskilum verði með allra besta móti sem völ er á. Þá er heldur ekki sama hvaða járn er í umræddum bökkum. Hér á landi er áskilin notkun steypustyrktarjárns í seigluflokki C eins og fram kemur í IST 16:2006. Hins vegar innihalda tengijárnabakkar sem fluttir eru inn frá meginlandi Evrópu almennt járn I seigluflokki B enda eru aðstæður þar talsvert frábrugðnar aðstæðum hér á landi þar sem ísland er á sprungusvæði þar sem jarðskjálftar eru nánast daglegt brauð. Þrátt fyrir að áskilin sé notkun byggingarefna hér á landi sem uppfylla ákveðnar kröfur virðist notkun lakari efna ekki vera neitt tiltökumál, jafnvel fyrir aðila sem eru fyrirferðamiklir í mannvirkjagerð og gefa sig út fyrir fagmennsku, en þó virðist flestum á þessum markaði það vænt um orðspor sitt að þeir leggja sig fram um að uppfylla kröfur um efnisgæði, en þó ekki allir. Opinbert eftirlit á að heita að vera með uppsteypu mannvirkja hér á landi og að því eftirliti eiga m.a. að koma Mannvirkjastofnun og byggingarfulltrúar um land allt sem gefa steypuleyfi á hvern hluta fyrir sig eftir að hafa gengið úr skugga um að kambstál í mótum sé í samræmi við samþykktar teikningar hönnuða. Hins vegar er þetta eftirlit í algjöru skötulíki þar sem þessir aðilar virðast einskorða sig við að mæla möskva og hulu járns en láta sig engu varða hvaða efni er verið að nota eða hvort beygjuradíusar séu í lagi. Algengt er t.d. að lykkjur séu beygðar 90 gráður um eitt horn þó áskilin sé krókbeyging inn í lykkjuna. Þá virðist ekkert eftirlit vera með efnisgæðum í tengijárnabökkum, þ.e. hvers konar járn þeir innihalda og hvort skeytilengdir í þeim uppfylli kröfur. Svo eru ekki allir byggingarhlutar endilega teknir út af byggingarfulltrúum og eru dæmi um að veggir séu steyptir án úttektar en plötur þurfi staðfestingu byggingarfulltrúa. Svona eftirlit er að sjálfsögðu algjörlega gagnslaust og gefur aðeins falskt öryggi því engin keðja er sterkari en veikasti hlekkur hennar. Hér þarf að taka duglega til hendinni og koma í veg fyrir að skúrkarnir komist upp með notkun efnis sem ekki uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru. Meðan þessir hlutir eru í ólestri veldur það allri atvinnugreininni skaða þar sem Ijóst má vera að engu er hægt að treysta í þessum efnum. 30 I ...upp í vindinn

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.