Upp í vindinn - 01.05.2014, Síða 32

Upp í vindinn - 01.05.2014, Síða 32
UNDIRSTAÐA NÚTÍMA LIFNAÐARHÁTTA Heiðar Guðjónsson útskrifaðist sem hag- fræðingur frá HÍ1996. Hann hóf störf á fjármála- markaði sama ár, fyrst hjá Fjárvangi, svo Islandsbanka en flutti til New York og stofnaði ásamt fleirum Kaupthing New York. Þar stýrði hann vogunarsjóði í 3 ár. Flutti til London 2003 og starfaði fyrst hjá íslandsbanka og svo Novator Partners. Árið 2009 flutti Heiðar til Zurich og hefur rekið þar eigið fjárfestingafélag þangað til hann flutti til Íslands 2014. Heiðar gaf út metsölubókina Norðurslóðasókn árið 2013. Flutningareruundirstaðavelmegunar. Ánflutninga þyrftu öll svæði að vera sjálfbær og verkaskipting væri takmörkuð. Fábrotin lönd en þó rík af einni auðlind væru vart byggileg. Adam Smith (1723- 1790) lagði áherslu á gildi sjóflutninga og sagði meðal annars í merkilegustu hagfræðibók allra tíma, Auðlegð þjóðanna (1776): „Stór flutningavagn undir stjórn tveggja manna og dreginn af átta hestum getur flutt fjögur tonn af varningi frá London til Edinborgar. Það tekur skip sem siglir frá London til Leith undir stjórn sex eða átta manna jafn langan tíma að flytja tvö hundruð tonn af varningi. “ Frá upphafi hafa íslendingar verið háðir flutningum á sjó. Landnámsmennirnir voru í hópi bestu sjómanna þess tíma, þeir áttu hraðskreið og sterk úthafsskip. Þeir kunnu bæði að smíða slík skip og beita þeim við erfiðar aðstæður. Eftir að íslendingar sjálfir hættu siglingum og treystu á kaupmenn til flutninga á þrettándu öld töpuðu þeir sjálfstæðinu. í Gamla sáttmála frá 1262 við Hákon gamla Noregskonung fólst skylda konungs sem var orðuð á þennan hátt: „at sex hafskip gangi á hverju ári til landsins forfallalaust“. Það var talinn stórviðburður í sjálfstæðisbaráttunni þegar Eimskipafélag íslands var stofnað 17. janúar 1914 enda var félagið kallað „óskabarn þjóðarinnar" og fagnar 100 ára afmæli sínu í ár. Eftir að íslendingar urðu sjálfráðir um flutninga fór atvinnulífið að blómstra og hagkerfið þróaðist gríðar hratt. Saga landafundanna miklu og gildi þeirra fyrir þjóðir Evrópu er augljóst dæmi um mikilvægi siglinga. I -vesturhluta álfunnar hafði fólki fjölgað meira en sjálfsþurftarbúskapur þess þoldi. Víða bjó fólk við hungurmörk. Samfélögin einkenndust af stöðnun. Með úthafssiglingum og tengslum við nýjar álfur leystist nýr kraftur úr læðingi og lífskjör breyttust á snöggan hátt til mun betri vegar. Dirfska og hugkvæmni naut sín, menning og tækni blómstraði. Á undraskömmum tíma lögðu Evrópumenn undir sig stærstan hluta heims. Ríki álfunnar búa enn að ítökum og áhrifum frá þessum tíma þótt heimsveldin séu úr sögunni og Evrópumenn eigi enn á ný fullt í fangi með að sjá sér farborða. Hagkvæmni sjóflutninga í samanburði við landflutninga er ótvíræð. Viðnám sjávar er brot I ...upp í vindinn 32
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.