Upp í vindinn - 01.05.2014, Qupperneq 36

Upp í vindinn - 01.05.2014, Qupperneq 36
ÞOLHÖNNUN VEGA ÞORBJÖRG SÆVARSDÓTTIR, HÍ OG SIGURÐUR ERLINGSSON, HÍ & VTI (SVÍÞJÓÐ) Þorbjörg Sævarsdóttir lauk B.Sc. prófi frá HÍ 2005, meistaraprófi frá Canterbury University á Nýja Sjálandi 2008 og stefnir að lokum doktorsprófs frá HÍ 2014. Starfaði hjá Almennu Verkfræðistofunni 'l námshléum B.Sc. og M.E. prófs og hjá Stahlton Engineered Concrete á Nýja Sjálandi 2008-2009. Niðurbrot vega er flókið ferli sem er háð mörgum þáttum svo sem öxul- og hjólaálagi, efnisvali, undirlagi, þykkt laga, umhverfisskilyrðum og svo mætti lengi telja. Ef til vill vegna þessa hefur burðarþolshönnun vega lengi byggst að mestu á r.eynsluaðferðum. Helsti kostur slíkra aðferða er einfaldleikinn, en hönnunin verður takmörkuð, niðurstöðurnar einhæfar og erfitt er að uppfæra aðferðirnar á nýjar og/ eða óvenjulegar aðstæður þar sem hönnunarferlið er ógegnsætt og byggir á fyrri reynslu sem ekki er til fyrir allar aðstæður. Síðustu ár og áratugi hafa aflfræðilegar hönnunaraðferðir við þolhönnun vega verið að ryðja sér til rúms víða um heim, en slíkar aðferðir krefjast mikilla upplýsinga, til dæmis um efniseiginleika byggingarefna og undirlag vega yfir allan líftímann og við mismunandi umhverfisskilyrði. Tilgangur aðferðanna er að spá raunhæft fyrir um niðurbrot vega sem fall af tíma og fá þannig góða yfirsýn yfir hrörnun vegarins yfir líftíma hans sem nýtist til dæmis við gerð viðhaldsáætlana. í sveigjanlegum veg- byggingum, sem eru hvað algengastar á íslandi, sýna óbundnu burðarlög vegarins ólínulega hegðun undir umferðarálagi. Ef aflfræðilegu aðferðirnar eiga að líkja eftir niðurbrotsferlinu á raunhæfan hátt er því nauðsynlegt að bera niðurstöður líkananna saman við niðurstöður úr prófunum sem líkja eftir raunhegðun burðarlaganna og undirlagsins í starfandi vegbyggingum. Hröðuð álagspróf (e. Accelerated Pavement Tests-APT) hafa aukið mjög skilning manna á niðurbrotsferli vegbygginga og byggt grunn fyrir nýjar skilvirkari hönnunaraðferðir. Hérlendis þarf hönnunaraðferðin að taka mið af þunnum vegsniðum í köldu loftslagi. í dag er helsti veikleiki aflfræðilegra hönnunaraðferða takmörkuð þekking á áhrifum ýmissaumhverfisþátta, s.s. hitastigs, rakaogfrost/ þíðu skipta, á efniseiginleika og niðurbrotsferli vegbygginga. Algengasta brotform íslenskra vega er hjólfaramyndun. Því er mikilvægt að þekkja og geta líkt eftir þróun hjólfaramyndunar við mismunandi umhverfisaðstæður. Hönnunarferlið Flæðirit af nýju aflfræðilegu aðferðunum (e. Mechanistic Empirical Performance Models), sem nú eru í þróun og sumstaðar í notkun er sýnt á mynd 1. Líftíma vegbyggingarinnar er skipt upp 36 I ...upp í vindinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.