Upp í vindinn - 01.05.2014, Síða 38

Upp í vindinn - 01.05.2014, Síða 38
OLHONNUN VEGA Mynd 2 Þungi bílhermirinn HVS Nordic staðsettur í VTI Svíþjóð. óbundnu efra og neðra burðarlagi sem hvílir á syltkenndum sandi. í prófinu voru meira en 1,1 milljón yfirferðir farnar með tvöföldu hjólaálagi, 800kPa dekkjaþrýstingi og 120kN öxulþunga. í fyrri hluta prófsins var grunnvatnsstaðan á miklu dýpi en eftir tæplega 487 þúsund yfirferðir var vatnsstöðunni breytt þar til grunnvatnsstaðan var 30 cm fyrir neðan efri brún undirlags (mynd 3), en í þeirri stöðu ætti að vera til staðar afrennsliskerfi og því versta mögulega staða grunnvatns. Á þennan hátt var hægt að meta áhrif breytts rakainnihalds á einstök lög sem og vegbygginguna í heild (Wiman, 2010). vegbyggingin var í röku ástandi (vinstra megin) og síðan i blautu ástandi (hægra megin) eftir að grunnvatnsstaðan hafði verið hækkuð. Lóðréttu línurnar sýna mælda meðaltalsstreitu á meðan brotalínurnar sýna reiknaða streitu sem fengin var með forritinu ERAPAVE (Erlingsson & Ahmed, 2013). Á myndinni má greinilega sjá hvernig lóðrétta streitan eykst í öllum lögum vegbyggingarinnar eftir að raki hennar jókst (hægra megin), það sama á við um togstreitu í neðri brún bikbundna lagsins, en lóðréttu spennurnar minnkuðu. Þetta bendir til þess að stífni vegbyggingarinnar minnki með auknu rakainnihaldi. Þegar svörun vegbyggingarinnar var reiknuð voru bikbundnu lögin sem og undirlagið meðhöndlað sem línulegt efni en efra og neðra burðarlagið var spennuháð. Notuð var svokölluð greining marglaga kerfa (e. Multi Layer Elastic Theory - MLET) þegar verið var að reikna svörun vegbyggingarinnar en til að reikna hjólfaramyndun var líkan þróað af Korkiala-Tanttu (2009) notað. Saevarsdottir og Erlingsson (2013) hafa áður lýst þessari aðferðafræði. Á mynd 4 má sjá lóðréttu streituna sem fall af dýpi þegar Á mynd 5 má sjá mælda og reiknaða hjólfaramyndun einstakra laga vegarins sem og vegbyggingarinnar í heild. Á myndinni má greinilega sjá að aukið vatn í vegbyggingunni hefur gríðarleg áhrif á uppsafnaða hjólfaramyndun. Aukningin í niðurbeygju er mest i undirlaginu þar sem mesta aukningin í rakainnihaldi er. Lag Þykkt [cmj Lýsing Stærsta kornastærð, <4„[mm] Fínefna- hlutfall [%] Kjörrakastig (gravimetric) [%] AC malbiks- slitlag 3,3 AC pen 70/100 16 - - BB bikbundið burðarlag 7,4 AC pen 160/220 32 - - BC efra burðarlag 8,8 Óbundið brotið berg (granit) 32 ~ 6 4-5 Sb neðra burðarlag 45 Óbundið brotið berg (granít) 90 ~ 3 4-5 Sg undirlag' -235 Fínkorna siltkenndur sandur 4 25 13 yfir 90% af kornunum voru minni en 0,5mm t rMU coils - vcrtical strain I—1 SPC - prcssurc ccll LVDT's - vertical dcflcction r7 Ground water tablc aftcr V 486,750/487,500 passings (gl ASG - horizontal strain: longitudinal & transvcrsa! Moisturc contcnt scnsors Mynd 3 Þverskurðarmynd af vegbyggingunni SE10, ásamt innsettum nemum. Vegbyggingin samanstóð af malbikslagi, bikbundnu burðarlagi, efra og neðra óbundnu burðarlagi og undirlagi. 38 I ...upp í vindinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.