Upp í vindinn - 01.05.2014, Page 42

Upp í vindinn - 01.05.2014, Page 42
KÚVENDING í SKIPULAGSMÁLUM NÝTT AÐALSKIPULAG í REYKJAVÍK; FORSENDUR, ÁHRIF OG GAGNRÝNI Ásgeir Jónsson hóf starfsferillinn sem hagfræðingur hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún árið 1994 og ritstjóri Vísbendingar árið 1995. Árið 2000 hóf hann störf á Hagfræðistofnun Háskóla íslands og varð lektor hjá Hagfræðideild HÍ árið 2004. Ásgeir tók við starfi sem aðalhagfræðingur Kaupþings árið 2004 og forstöðumaður Greiningardeildar Kaupþings 2006 (síðar Arion Banki). Árið 2011 fór hann aftur í fulla stöðu sem lektor við HÍ samhliða því að vera efnahagsráðgjafi hjá GAMMA. Ásgeir vann ýmsar viðurkenningar á námsferli sínum og hefur skrifað greinar og bækur um ýmis mál tengd hagfræði, hagsögu og bókmenntum. Nýjasta bók Ásgeirs „Why lceland” var gefin út af McGraw-Hill í Bandaríkjunum árið 2009. Nú hefur nýtt aðalskipulag verið samþykkt fyrir Reykjavik er nær allt til 2030 og felur í sér viðamiklar breytingar i skipulagi borgarinnar - raunar kúvendingu - frá því að skipulagið 1962-1983 var samþykkt árið 1967. Það eru engar ýkjur að skipulagið frá '67 hafi lagt grunn að þeirri Reykjavík, eða öllu heldur því höfuðborgarsvæði, sem við þekkjum nú með áherslu á stofnbrautir, greiða umferð og þjónustulaus íbúðahverfi. Það var unnið af tveimur erlendum sérfræðingum, þeim Þeter Bredsdorff prófessor í skipulagsfræðum við Kaupmannahafnarháskóla og Anders Nyvig verkfræðing sem var sérfræðingur í skipulagi umferðar. Þeir voru þá tveir þekktustu sérfræðingar hvor á sinu sviði á Norðurlöndum. Þegar þeir hófu verk sitt árið 1960 var ekkert heildarskipulag í gildi og byggðin hafði vaxið stjórnlaust um móa og mela í nokkurn tíma, en undir þeirra stjórn var lagt í gríðarmikla gagnasöfnun og framreikning ýmissa stærða fyrir borgina sem ásamt skipulaginu voru birt í vandaðri útgáfu. Þar segja sérfræðingarnir tveir með skýrum hætti hvernig þeir litu á umferðarkerfið. „Nú á dögum er umferðarkerfið mjög mikilsverð forsenda þess, að borgin geti verið starfræn heild. Áður fyrr var umferðin skoðuð sem merki um ófullkomleika borganna. Hún væri afleiðing þess, að innbyrðis staðsetning einstakra hluta væri ekki hagkvæm. Umferðin var álitin fyrirbrigði, sem rétt væri að takmarka og bæla niður, t.d. með því að skipta borginni í hverfi, sem væru „sjátfum sér nóg“. í dag hneigjast menn frekar til þess að skoða umferðina sem nauðsynlega forsendu fyrir því, að meiri háttar borg geti leyst hlutverk sitt, svo að allir íbúar hennar geti notfært sér þá fjölbreytni og úrval, sem borgin lætur í té (t.d. í sambandi við vinnu, kaupskap, tómstundir), og eins þótt ekki sé í íbúðarhverfunum fjölbreyttur búnaður til sameiginlegra þarfa. „ 1 Staða miðbæjarins sem verslunar- og þjónustumiðstöðvar er ávallt dálítið óhæg þar sem hann er staðsettur mjög utarlega á mjóu nesi og megin samgönguæðar frá þessum kjarna til annarra ibúa höfuðborgarsvæðisins liggja í raun aðeins til einnar áttar. Og eftir því sem borgin stækkar færist 101 miðjan frá því að vera náttúruleg flutningamiðja borgarinnar og verður jaðarsvæði. Skipulagshöfundar sýndu fram á það með framreikningi að umferðin til og frá miðbænum myndi innan skamms sliga þáverandi gatnakerfi og rýra búsetuskilyrði verulega í íbúðahverfum miðsvæðis. Af þeim sökum var lögð áhersla á stofnbrautir og bílaumferð eftir Seltjarnarnesi (sem að fornu var afmarkað af Elliðaárvogi að norðan og Skerjafirði að sunnan). Skipulagshöfundar ætluðu 101 Reykjavík að verða áfram verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir alla borgina enda var ekki gert ráð fyrir verslun og þjónustu né athafnalífi í íbúðarhverfum - allt slíkt átti að sækja með akstri. 42 I ...upp í vindinn

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.