Upp í vindinn - 01.05.2014, Page 43

Upp í vindinn - 01.05.2014, Page 43
KÚVENDING í SKIPULAGSMÁLUM Önnur ofuráhersla skipulagsins 1962- 1983 var á náttúruleg búsetuskilyrði. Þar var lagt til að setja niður íbúðahverfi þar sem aðstæður væru heppilegar út frá útsýni, birtu og skjóli, jafnvel þó það fæli í sér fjarlægð á milli hverfa. Lagst var gegn háhýsum en í stað þess var markmiðið að reyna að tryggja sem flestum sérbýli á 1-2 hæðum með eigin garði. Ef það ætti að velja eitthvert aðalsmerki fyrir skipulagið 1962 væri það án efa neðra Breiðholt eða Árbæjarhverfið þar sem lengjur af raðhúsum og samsíða einbýli áttu að mynda skjóllínur og gefa íbúum færi á því að njóta skjóls og sólskins en Fossvogsdalurinn er einnig skipulagður með þessar hugmyndir í huga. Svo má segja að helsta markmið skipulagsins 1962-1983 hafi náðst - miðbærinn hélt stöðu sinni nokkuð óskertri út skipulagstímann sem miðstöð höfuðborgarsvæðisins. Eftir það komu aðrar miðjur; Kringlan árið 1987 og Smáralind 2001 enda hafði þyngdarpunktur höfuðborgarsvæðisins hliðrast verulega til með útþenslu byggðarinnar og nýjum hverfum utar í borgarlandinu og í kragasveitarfélögum. Einnig má segja að annað markmið skipulagsins, að sem flestir borgarbúar næðu að setjast að í einbýli og raðhúsum á móti sól, hafi einnig gengið dável eftir. Hins vegar voru þessi markmið ekki kostnaðarlaus. Helsta gagnrýnin á skipulagið frá 1967 hlýtur að vera sú að farið var með land eins og ótakmarkaða auðlind sem bæði dreifð og götótt byggð innan borgarlandsins ber vitni um. Einnig hafa ýmis hugtök líkt og „einkabílismi" og „úthverfavæðing" verið notuð til þess að lýsa þeirri miklu umferð sem einkennir Reykjavík þar sem borgin teygir sig yfir ákaflega stórt svæði þrátt fyrir lítinn íbúafjölda og borgarbúar þurfa ávallt að fara miklar vegalengdir til þess að sinna erindum sínum. Eftir því sem bílum hefur fjölgað og umferðarálag aukist hefur draumur Dananna tveggja að fólk geti valið sér búsetu hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu og samt notið þeirrar fjölbreytni og úrvals sem borgin hefur upp á að bjóða snúist upp í andhverfu sína og æ erfiðara verður að yfirstíga fjarlægðir. Það er því ekki að undra að nú hálfri öld síðar sé stefnunni kúvent í skipulagsmálum, og áherslan færð á vistvænar samgöngur og þéttingu byggðar, sem má líta á sem kall á nýja tíma. Hér verður farið örstutt yfir helstu markmið hins nýja skipulags og reynt að meta áhrif skipulagsins. Fyrsta áhersla: Þétting byggðar Nýtt skipulag gerir ráð fyrir því að 90% nýrra íbúða á næstu 20 árum verði byggðar innan núverandi byggðamarka. Það er flestum Ijóst að byggð innan Reykjavíkur er of dreifð og töluverð þétting er möguleg með tiltölulega hægum hætti. Það er ekki aðeins að skilin hafa verið eftir ýmis göt í byggðinni á milli hverfa heldur hafa mörg bestu búsetusvæðin við norðurstrandlengju borgarinnar verið tekin frá fyrir landfreka, og jafnvel mjög mengandi, iðnaðarstarfsemi. Þétting byggðar mun skila töluverðum fjárhagslegum ávinningi fyrir fjárhirslur borgarinnar. Allir innviðir eru að mestu til staðar á þéttingarsvæðunum og kostnaöur við uppbyggingu er því á reikning lóðahafa. Fleiri íbúar og þéttari byggð skilar meiri hagkvæmni í ýmis konar almenningsþjónustu auk þess að skila beinhörðum peningum með auknum útsvarstekjum og fasteignagjöldum, og það kostnaðarlítið fyrir borgina. Þétting byggðar er einnig í samræmi við aukna ásókn fólks til þess að búa nær miðju borgarinnar til þess að eiga hægar með að sækja vinnu, þjónustu eða menningu. Að sama skapi hafa auknir möguleikar til fasteignafjármögnunar gert fólki auðveldar fyrir að kaupa húsnæði nær miðju. Hægt er að orða það svo að búsetuvalið standi á milli þess að „kaupa eða keyra“ - það er kaupa tiltölulega dýrt húsnæði miðsvæðis og greiða hærra fermetraverð vegna nálægðarinnar eða keyra langar vegalengdir frá ytri mörkum borgarinnar þar sem fermetraverð er lægra. 'Reykjavík ■Kragasveitarfélög Landsbyggðin iDfNOO^OtDNOOtOlDNOOtOlí) Mynd 1 Fjöldi fólks eftir aldri í Reykjavík, kragasveitarfélögum og landsbyggð árið 2010 Heimild: Hagstofa íslands og útreikningar höfundar Mynd 2 Vöxtur höfuðborgarsvæðisins á hverjum áratug frá 1910 til 2010 Heimild: Hagstofa íslands ...upp í vindinn I 43

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.