Upp í vindinn - 01.05.2014, Page 45

Upp í vindinn - 01.05.2014, Page 45
KÚVENDING í SKIPULAGSMÁLUM vann mikil verðmæti á nokkurra mánaða vertiðum. Ferðamenn eru nú komnir í hlutverk síldarinnar. Ef svo fer fram sem horfir varðandi vöxt ferðaþjónustu mun gríðarlegur markaðsmassi byggjast upp í lægstu póstnúmerum landsins í Reykjavík með einhverri smitun út í gegnum borgarsvæðið. Þessi þróun mun leiða til mjög mikillar uppbyggingar í miðbænum þar sem ýmis konar starfsemi sem þjónar ferðamönnum mun ryðja sér til rúms. Það er enginn vafi á því að áhersla á þéttingu byggðar og hægari umferð mun hækka leigu- og fasteignaverð á miðlægum svæðum þegar samþjöppun byggðarinnar vex. Hið nýja skipulag mun einnig leiða til aukinnar grenndarsækni (localization) þarsem þjónusta og atvinna mun færast nær íbúðahverfum. Vert er að hafa í huga að þó hinn gamli miðbær Reykjavíkur standi á mjög gömlum merg er hann fjarri því að vera flutningalæg (e.logistic) miðja höfuðborgarsvæðisins - hann stendur utarlega á mjóu nesi sem stendur nokkuð út úr hinum stærri byggðamassa höfuðborgarsvæðisins. Ef aðflutningsleiðir til hans eru tepptar af of mikilli umferð, eða endurhönnun gatna sem tefja umferð, er jafnframt þrengt að stöðu hans sem miðju fyrir efnahag og stjórnsýslu landsins. Ef til vill er það eðlilegt, og jafnvel hagkvæmt, að fá nýjar miðjur sem eru flutningalægari en póstnúmer 101. Hins vegar, er sá möguleiki fyllilega fyrir hendi að gamla miðjan verði þrautseig og muni ná að vaxa í kjölfar fjölgunar þjóðarinnar, vexti í ferðaþjónustu og aukinnar áherslu mannauðsfrekra greina. Þannig muni tilraunir til þess að þrengja að umferðarleiðum til hennar ekki leiða til minni bílaumferðar nema að takmörkuðu leyti en sú umferð sem fer til hennar verði hægari og tímafrekari og mun meira mengandi. Það var einu sinni orðað svo að náttúran væri söm við sig þrátt fyrir að hún væri lamin með lurk. Notkun einkabílsins stendur það djúpum rótum hérlendis og það er þrátt fyrir allt einkabíllinn sem tryggir að höfuðborgarsvæðið sé ein hagræn heild - eitt atvinnu- og þjónustusvæði. í samræmi við tíðarandann Á síðustu árum hefur frumkvæðið í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæðinu verið í höndum kragasveitarfélaganna með fremur hrapalegum afleiðingum þar sem fjölgun hefur verið mætt með ósamhæfðri og áhlaupskenndri útþenslu, sem oft hefur verið í miklu ósamræmi við umferðarnet borgarinnar. Það er engum blöðum um það að fletta að það er mikil óhamingja að skipulagsvaldið skuli vera svona dreift á höfuðborgarsvæðinu, og það á milli bæjarstjórna sem allar hafa haft sína stórveldisdrauma. Miðað við aldursskiptingu þjóðarinnar og fæðingartíðni mun höfuðborgarsvæðið halda áfram að vaxa með álíka hraða og verið hefur. Það felur í sér 10-20% fjölgun á hverjum áratug. Það er mjög mikilvægt að áhrif skipulagsákvarðana Reykjavíkur séu metin ekki aðeins út frá áhrifum innan borgarmarkanna, heldur á allt svæðið í heild sinni. Þannig kunna „grænar“ skipulagsákvarðanir sem aðeins líta til Reykjavíkur að leiða til mjög „brúnna" áhrifa á höfuðborgarsvæðið. Staðreyndin er sú að það eru ákveðnir og aðskildir kaupendahópar sem girnast hús í úthverfum og síðan nær miðju. Þannig að ef Reykjavík kýs að opna ekki ný úthverfi er mjög líklegt að áhugasamir úthverfabúar myndu þá leita til annarra sveitarfélaga og valda sama álagi á umferðarkerfi borgarinnar og ef þeir dveldust í reykvísku úthverfi. Skipulagið fyrra 1962-1983 sem og skipulagið 2010-2030 voru bæði í samræmi við þann tíðaranda sem var rfkjandi á þeim tíma er þau voru gjörð. Bæði hafa þau til síns ágætis nokkuð. Hinu fyrra var ætlað að ná þeim markmiðum að viðhalda stöðu miðbæjarins sem verslunar og þjónustumiðstöð með góðum umferðartengingum, sem og setja íbúðahverfi niður þar sem náttúrufar væri heppilegast en engin truflun var af atvinnustarfsemi. Þeim markmiðum var náð á skipulagstímanum, en með þeim langtíma afleiðingum að gera höfuðborgarsvæðið of stórt, götótt og óhagkvæmt. Það er mjög verðugt verkefni að bæta úr þessum göllum, sem er eitt helsta markmið nýs aðalskipulags. Helsti galli hins nýja skipulags felst I neikvæðni gagnvart umferðarbótum og samgöngumannvirkjum sem virðist vera litið á sem einhvers konar þjónkun við einkabílinn sem kalli aftur á meiri umferð. Vistvænar samgöngur og þétting hlýtur einnig að snúast um umferðarbætur sem stytta leiðir á milli staða þannig að tími og eldsneyti sparist - og byggðin sé færð saman. Heimild 1. Sjá umfjöllun í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1966, bls 105. Mynd 4 Staðsetning matvöruverslana og sérverslana í Reykjavík árið 1962 Heimild: Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-1983 ...upp í vindinn I 45

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.