Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 46

Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 46
BYGGINGARREGLUGERÐ, ORKUSPARNAÐUR OG HITAEINANGRUN Magnús Sigfússon Lauk sveinsprófi í húsasmíði 1978, Byggingariðnfræði frá Tækniskóla íslands 1993 og Iðnrekstrarfræði frá sama skóla 1993. Byggingafræði frá Háskólanum í Reykjavík 2011. Starfar sem sölustjóri hjá Steinull hf Mikið hefur verið fjallað um uppfærða og endurbætta byggingarreglugerð 112/2012 sem tók gildi í byrjun árs 2012. Eins og vænta mátti þá voru breyttar áherslur og breyttar kröfur frá reglugerð 441/1998 sem bæði koma með tilskipunum vegna EES samnings og einnig vegna innleiðingar leiðbeinandi staðla sem öðlast hafa gildi. Umfjöllun í þessari grein er 13. hluti nýju reglugerðarinnar. Fljótlega eftir gildistöku hennar olli þessi hluti töluverðu fjaðrafoki. Voru margir alls ekki sáttir við eitt af markmiðum reglugerðarinnar að hugað skyldi að orkusparnaði og að hús skyldu hönnuð og byggð með breyttum áherslum. Samkvæmt þessum markmiðum var krafa um leyfilegt hámark U-gilda lækkað sem þýddi meiri einangrun og minna orkutap í hverri íbúð. Því miður þá féllu þessi áform í grýttan jarðveg og kom andstaðan bæði frá hönnuðum og verktökum. Margur hönnuðurinn taldi orkuverð svo hagstætt á fslandi að engar forsendur væru til að auka kröfur og spara orku og ítrekað hefur því raunar verið haldið fram á opinberum vettvangi að verið væri að innleiða evrópskar kröfur um einangrunarþykktir þó ekkert sé fjarri sanni. Þannig þarf meira en tvöfalda einangrunarþykkt til að uppfylla kröfur dönsku byggingarreglugerðarinnar miðað við þá íslensku og frá og með 2015 verða kröfurnar þar auknar enn frekar. Af hálfu verktaka var andstaðan vegna aukins byggingarkostnaðar og ótta þeirra við hærra íbúðarverð. Niðurstaðan af þessari andstöðu varð sú að upphaflegri reglugerð var breytt í fyrra horf og eru því kröfur um U-gildi þau sömu og voru í reglugerð 441/1998 og eru í raun frá 1992, sem segir sitt um viðhorf okkar íslendinga til orkunýtingar og langtímahugsunar í mannvirkjagerð. Samkvæmt reglugerðinni er gerð skýlaus krafa um að með hönnunargögnum skuli fylgja útreikningar á heildarleiðnitapi byggingar þar sem tekið er tillit til allra kuldabrúa og U-gilda allra viðeigandi byggingarhluta. Heildarleiðnitap mannvirkis má því ekki vera hærra en fæst þegar einvörðungu er tekið mið af nettóflatarmáli byggingarhluta og hámarks U-gildum samkvæmt töflum í reglugerðinni. Útreikningar á leiðnitapinu leiða fljótt í Ijós veikleika hefðbundna íslenska steinveggsins, sem einangraður hefur verið að innanverðu og 46 I ...upp í vindinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.