Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 51

Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 51
SAMSETNING SVIFRYKS í REYKJAVÍK Mynd 1 Ársmeðaltalsstyrkur svifryks við Grensásveg og í Húsdýragarðinum. Árið 2001 féllu mælingar niður. rannsókn var gerð árið 2003 hafa miklar breytingar átt sér stað sem geta haft áhrif á svifryksmyndun. Notkun nagladekkja hefur t.d. minnkað töluvert eða frá 67% allra bifreiða á nagladekkjum niður i 38%. Breytingar hafa orðið á malbikstegundum og malbikunaraðferðum sem hefur aftur áhrif á slitþol malbiksins og um leið magn og gerð svifryks frá malbikinu. Samdráttur hefur orðið í byggingarframkvæmdum og jarðvinnu en hvoru tveggja eru framkvæmdir sem geta valdið svifryksmengun. Tvö eldgos hafa átt sér stað í millitíðinni með mikilli öskumyndun sem bæst hefur við aðra svifryksmengun f borginni. Fjöldi bifreiða í umferðinni hefur aukist og hlutfall díselbíla hefur aukist. Framkvæmd og aðferðarfræði Ekkiertilneinaðferðsemmælirbeintmagn einstakra upprunaefna. Uppspretturnar eru margar og innihalda mikið til sömu frumefnin en þó í mismunandi hlutföllum sem hægt er að nýta sér m.a. við greininguna. Til að greina hlutfall einstakra upprunaefna í svifrykinu hefur verið þróuð aðferðarfræði þar sem beitt er tölfræðilegri fjölbreytugreiningu. f upphafi var svifrykssýnum safnað á glertrefjasíur með sérstökum svifrykssafnara (Thermo Scientific Partisol-Plus 2025). Hver sía var vigtuð með greiningarvog með nákvæmni upp á 0,01 mg. Því næst voru sýnin greind með því að mæla endurvarp Ijóss af sýnunum á sýnilegu og nær- innrauðu bylgjusviði (Near Infrared and Visible region, Foss 6500 nirsystems). Að því loknu voru sýnin leyst upp í saltpéturssýru og vetnisperoxíði með hitun í örbylgjuofni undir þrýstingi. Uþpleystu sýnin voru síðan frumefnagreind með rafgasljósgreiningu (ICP-OES, Jobin Yvon Ultima 2) þar sem mæld voru frumefnin Ca, Mg, K, Na, P, S, Al, Si, Mynd 2 Samsetning svifryks vetur 2013 Ba, Sr, Ti, Cr, Co, W og Zr. Útbúin voru upprunasýni frá helstu uppsprettum sem taldar eru valda mestri svifryksmengun; jarðvegur, götusalt, bremsuborðar, malbik, sót og eldfjallaaska. Upprunasýnin voru meðhöndluð á sama máta og svifrykssýnin, þ.e. hverju einstöku upprunasýni var safnað á samskonar glertrefjasíur og hvert sýni greint á sama hátt og svifrykssýnin. Niðurstöður efnagreininganna og Ijósgleypnimælinganna voru sett í sérstakt reiknimódel þar sem beitt var tölfræðilegri fjölbreytugreiningu við magngreiningu einstakra upprunaefna. Aðferðafræðin og reiknilíkanið var þróað af Arngrími Thorlacius hjá Landbúnaðarháskóla íslands og sá hann um efnagreiningar og útreikninga. Niðurstöður Sýnatakan fór fram við gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar en það er sá staður sem búast má við hvað mestri svifryksmengun í Reykjavík. Tekin voru sýni yfir þriggja mánaða tímabil, frá byrjun febrúar til lok apríl 2013. Skoðaðir voru sérstaklega þeir dagar þar sem Mynd 3 Samsetning vetrarsýna skv. rannsókn frá 2003 svifryksmengun var í hámarki og reiknað út meðaltalshlutfall upprunaefna í þeim sýnum. Hafa verður í huga að niðurstöður mælinganna takmarkast við þau sýni og það tímabil sem sýnatakan stóð yfir, þ.e. þegar svifryksmengun er mikil á vetrartíma. Ljóst er að ýmsir ytri þættir geta haft áhrif á magn og samsetningu svifryksins. Vænta má að niðurstöður verði aðrar fyrir daga með minni eða meiri svifryksmengun og að sumarlagi [4]. Veðuraðstæður geta einnig haft mikil áhrif á samsetningu svifryks en almennt mælist vegryk hærra á þurrum dögum og sót og salt er meira áberandi þegar úrkoma er eða snjór á jörðu. Frekar votviðrasamt var yfir þessa 3 vetrarmánuði sem mælingarnar stóðu yfir og voru ekki margir þurrir hægviðrisdagar þegar vænta má mikillar vegmengunar. Magn svifryks mældist að jafnaði ekki mjög hátt og mældist bara einu sinni yfir 50 pg/ m3. Að meðaltali mældist styrkur svifryks 23,1 /vg/m3 þá daga sem sýnatakan stóð yfir og 32,9 ^vg/m3 þá daga sem notaðir voru til frekari greiningar. Niðurstöður rannsóknarinnar frá 2003, sem höfð er hér til samanburðar, byggir á greiningu sýna frá 16 dögum sem tekin voru á fjögurra ára tímabili. Meðalsvifryksstyrkur þessara daga mældist 78,3 /vg/m3 sem er töluvert hærra en í rannsókninni núna og hafa þarf í huga við samanburð þessara tveggja mælinga. í rannsókninni frá 2003 kom t.d. í Ijós að við hærri svifryksstyrk jókst hlutfall malbiks í svifrykinu. Niðurstöður er að finna á mynd 2 og til samanburðar eru niðurstöður rannsóknarinnar frá árinu 2003 [3] á mynd 3. Við samanburð þessara tveggja mælinga sem gerðar eru með 10 ára millibili má sjá töluverðan mun á samsetningu svifryksins. í fyrsta ...upp í vindinn I 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.