Upp í vindinn - 01.05.2014, Síða 54

Upp í vindinn - 01.05.2014, Síða 54
Þorsteinn Eggertsson BS.c í byggingar- tæknifræoi með sérhæfingu á burðar- virkjahönnun frá Háskóianum í Reykjavík árið 2013. Húsasmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 2005. Þorsteinn starfar nú á burðarvirkjasviði hjá verkfræðistofunni Mannvit hf. Steyptar plötur á fyllingu sem þurfa að bera mikið álag eru viðfangsefni sem margir hönnuðir mannvirkja hafa velt vöngum yfir. Með tilkomu nýrra byggingarefna hafa nýjar aðferðir litið dagsins Ijós eins og t.d. trefjastyrkt steinsteypa. Almennt er þó plötum á fyllingu sýndur lítill áhugi á meðal hönnuða og við hönnun á steyptum plötum hefur oftar en ekki verið stuðst við hefðir fremur en beina hönnun. Slíkt vakti áhuga minn og varð til þess að umfjöllunarefni lokaverkefnis míns til B.Sc prófs í byggingartæknifræði varð hönnun trefjastyrktra- og hefðbundinna platna á fyllingu en verkefnið var unnið haustið 2013. Verkefninu verða gerð stutt skil hér á eftir. Almennt um steyptar plötur á fyllingu Steinsteypa er algengt byggingarefni og hefur lengi verið notuð til byggingarframkvæmda af hverskonar tagi. Steyptar botnplötur bygginga eru mikilvægur hluti af burðarvirki byggingarinnar og jafnframt getur verið gerð mikil krafa til þeirra. Slíkar plötur geta þurft að bera mikið álag frá margskonar álagstilfellum en í verkefninu voru fyrst og fremst skoðuð þau tilvik þar sem gerð er krafa til mikillar burðarhæfni. Undirlag botnplötu er einn af mikilvægari þáttum í hönnun hennar og skiptir oft sköpum um burðarhæfni hennar. Því þarf að leggja mat á grundunaraðstæður og fjöðrunareiginleika eða stífleika undirstöðu plötunnar. Hlutverk plötunnar er þó að skila álaginu í fyllinguna ásamt því að veita sterkt og gott yfirborð. Steyptar plötur á fyllingu geta verið af mörgum gerðum og stærðum. Líkt og áður hefur komið fram hafa nýjar plötugerðir verið að ryðja sér til rúms innan byggingariðnaðarins. Hefðbundnar piötur með samhangandi járnabendingu hafa verið algengastar í byggingarframkvæmdum en þar sem kröfur, meðal annars til byggingarhraða, hafa verið að aukast hafa vinsældir slíkra platna dvínað. Steyptar plötur á fyllingu með íblönduðum trefjum til styrkingar hafa aukið vinsældir sínar, þó svo að trefjar til steypublöndunar séu ekki nýjar af nálinni. Hér er einkum átt við plötur sem myndu flokkast sem stærri plötur sem bera þurfa álag t.d. í byggingum sem hýsa iðnaðarstafsemi, íþróttahallir eða vöruhús. Hönnun platna á fyllingu Skoðað var hvort raunhæft sé að nota trefjastyrktar plötur á fyllingu í stað hinnar hefðbundnu járnbentu plötu sem mikil hefð hefur skapast fyrir að nota. Verkefnið fjallar þó 54 I ...upp í vindinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.