Upp í vindinn - 01.05.2014, Page 58

Upp í vindinn - 01.05.2014, Page 58
AÐ BEISLAVINDINN EÐLISFRÆÐIN OG VINDORKAN Þorsteinn I. Sigfússon Forstjóri Nýsköpunar- miðstöðvar íslands Prófessor í eðlisfræði við HÍ Við þekkjum öll tilfinninguna þegar við erum í miklum vindi t.d. úti við strönd og Kári nær að lyfta öldutoppum svo sjórinn fryssir; sjófuglarnir leika sér rétt ofan við þá og nýta náttúrulögmál til að svífa í vindinum. Skýin á himninum sigla yfir og göturykið sem vindurinn nær tökum á, fýkur undan honum. Þetta er sviðsmynd þar sem mikil orka býr. Uppruni orkunnar er einhvers staðar í mishitun lofts. Fyrst og fremst vegna sólaráhrifa, en oftast vegna þess að misþrýstingur í lofthjúpnum skapar flutning andrúmslofts þvert yfir láð og lög. Menn hafa beislað vindorkuna í árþúsund1. Siglt á sjó og vötnum fyrir tilstilli vinds, malað korn með vindorku; breytt vindorkunni i vélarorku í myllum eða hverflum. Sautján öldum fyrir Krist er vitað um ráðagerðir Hamúrabí í Babýlón um beislun vindorku. Verkfræðingurinn Heron I Alexandríu öld fyrir Krist var með vindorkubeislun í gangi. Á íslandi er saga beislunar vindorkunnar um margt fróðleg. Á 19. öld voru reistar tvær vindmyllur í Reykjavík, önnur við Hólavelli árið 1830 og hin nærri þar sem nú er Bankastræti, sem reist var 1847. Þetta voru myllur ætlaðar til mölunar eins og rót orðsins „mylla“ gefur til kynna. Vindmylla var byggð í Vigur, í Skagafirði og á Raufarhöfn. Þegar ég kom til íslands frá námi 1982 voru merkilegar tilraunir í gangi á Raunvísindastofnun2 undir stjórn Arnar Helgasonar eðlisfræðings á árunum 1980-86. Þarna var um að ræða vindmyllu sem fyrst var prófuð í Kárdalstungu í Vatnsdal en síðar var rekin vindmylla í Grímsey og var tengd spaða sem hitaði vatn með núningi í svokallaðri vatnsbremsu. í Belgsholti á Mýrum var reist mylla 2012 sem er verk Haralds Magnússonar bónda þar. Hún reis 24 metra, féll I miklu veðri og hefur nú verið endurbyggð. Loks reisti Landsvirkjun tvær öflugar myllur frá þýska fyrirtækinu Enercon í nágrenni Búrfells sem hvor um sig hefur uppsett afl um 900kW. Hvor mylla er 55 metra há og spaðarnir um 22 metrar hver. Samanlögð orkuframleiðsla þeirra á ári eru um 5,4 GWst sem er drjúgt afl. Þessar „myllur" eru auðvitað „vindrafstöðvar" fremur en malandi kvarnir. Við kjósum að nota gamla orðið mylla. Brugðist er við mjög sterkum vindi þannig að I ...upp I vindinn

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.