Upp í vindinn - 01.05.2014, Page 62

Upp í vindinn - 01.05.2014, Page 62
KORTLAGNING NORÐURSLÓÐA Kjartan Elíasson Trausti Valsson, Guðmundur Freyr Úlfarsson og Sigurður Magnús Garðarsson. Greinin er byggð á MS ritgerð Kjartans Elíassonar við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ sem hann varði vorið 2014. Meðhöfundarnir þrír eru MS nefnd hans og eru þeir allir prófessorar við deildina. Áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðir Loftslagsbreytingar eru að auka mikilvægi norðurslóða. Með hlýnandi loftslagi eru að opnast tækifæri sem áður voru ekki fyrir hendi eða of kostnaðarsamt að nýta. Auk óvissu um framvindu veðurfars er einnig mikil óvissa um þróun á svæðinu hvað varðar alþjóðleg réttindi. Þetta er m.a. vegna þess að í mörgum löndum eru uppi kröfur til hins alþjóðlega svæðis í miðju Norður- íshafsins. Mörg lönd sem ekki liggja að íshafinu hafa lýst áhuga á að taka þátt í verkefnum á svæðinu. Vegna þessa er nú þegar orðin til mikil samkeppni um áhrif. Olíu- og gasvinnslusvæði Svæðið sem verður mikilvægast út frá fiskveiðum og olíu er Barentshafið utan við strendur Noregs og Rússlands eins og sést á Mynd 1. Vinnsla á olíu hefur þegar hafist bæði utan norsku og rússnesku strandlínunnar. Þorskstofninn í Barentshafi hefur verið að stækka á undanförnum árum og færast norðar. Á þessu svæði er dýpi lítið og nær þetta grunna svæði langt út. Helstu land- og hafsvæði á svæðinu er lúta verndun eru á Svalbarða og Franz Jósefs Landi. Á hinni gagnstæðu hlið við íshafið, í Beauforthafi, erumiklarlíkuráolíu.sérstaklegaBandaríkjamegin í hafinu. Hin fræga Alaska olíuleiðsla var byggð tii að flytja olíu frá svæðinu en starfar nú ekki á fullum afköstum, en framleiðsla á svæðinu mun aukast í náinni framtíð. Á þessu hafsvæði er minni veiði en í Barentshafi, en ef fiskstofnarnir sunnan Beringssunds hreyfa sig norður með breyttu loftslagi gæti þetta breyst. Meirihluti norðurslóða er opinn fyrir nýtingu en friðlýst svæði liggja aðallega á norðurströnd Alaska. Eitt af óleystum landamæramálefnum norðurslóða er á svæðinu milli Kanada og Bandaríkjanna. Karahafið hefur mikla möguleika er tekur til olíu. En þar sem meiri uppbygging og betri innviðir eru við Barentshaf fyrir borun úti í sjónum þá verður aðaláherslan þar í upphafi. Eitt olíuvinnslusvæði er í Karahafi, en á því svæði eru hinsvegar mörg olíuvinnslusvæði á landi á hinu olíuríka Rechora svæði. Þaðan liggur þegar í dag öflug olíuleiðsla til vesturs. Það er lítil veiði á svæðinu og helstu friðlýst svæði eru á Yamal skaga. Við Queen Elizabeth eyjarnar í nyrsta hluta Kanada eru olíusvæði, og hófst vinnsla á svæðinu árið 1960. Það eru engin fiskimið 62 I ...upp í vindinn

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.