Upp í vindinn - 01.05.2014, Qupperneq 68

Upp í vindinn - 01.05.2014, Qupperneq 68
SUMARA GRÆNLANDI Sumarið 2013 bauðst mér að starfa á framandi slóðum. Það var í Paakitsoq firði, óbyggðum firði á vesturströnd Grænlands, um 350 km norðan heimsskautsbaugs og 60 km norðan við bæinn llulissat (sem lengi hét hinu danska nafni Jakobshavn). Þar vann íslenska verktakafyrirtækið ístak að byggingu 22,5 MW vatnsaflsvirkjunar sem þjóna á byggðinni í llulissat og leysir hún olíufrekar dtselrafstöðvar af hólmi. Ég hafði aldrei áður komið til Grænlands en lengi haft áhuga á landinu, svo það var ekki erfitt að ákveða sig þegar þetta stóð mér til boða. í seinasta tölublaði ...Upp í vindinn var skrifuð öllu tæknilegri grein um þessa virkjun og mun þessi grein því aðallega fjalla um lífið á vinnustaðnum og mína upplifun af landinu. Ég var vissulega meðvitaður um að ég væri að fara á afskekktan og einangraðan stað, en engu að síður kom það mér á óvart hversu einangraður vinnustaðurinn inni í firðinum í raun og veru var. Fjörðurinn er frosinn megnið af árinu en fyrsta sigling ársins var ekki fyrr en um miðjan júní! Það eru engir vegir á milli byggða á Grænlandi og það sama gilti um vinnustaðinn inni í firði. Siglingarnar voru því mjög mikilvægar í þessu verki. Á góðum degi tók siglingin frá llulissat um 2 tíma en stundum lengur. Þá var siglt á Diskó flóa innan um gríðarlegt magn af stórum borgarísjökum, hver öðrum flottari. Þegar ég ber þessa virkjun saman við þær vatnsaflsvirkjanir sem eru á íslandi þá fannst mér merkilegt að ekki þurfti að stífla neinar ár til að mynda uppistöðulón, heldur stóðu náttúrulegu jökullónin tilbúin til ,,notkunar“ ef svo má að orði komast. Stöðvarhúsið sjálft er inni í fjalli svo það eina sjáanlega ofanjarðar er aðkomubygging að stöðvarhúsinu, ásamt vegi á vinnusvæðinu, hafnarkanti, lítilli hafnarbyggingu og þyrlupalli. Tvennt kom mér þó mest á óvart, það var veðurfarið og moskítóflugurnar. Úrkoman var lítil sem engin og himinninn nánast alltaf heiðskír. En það gat blásið all hressilega! Varðandi moskítóflugurnar þá hélt ég að þær héldu sig bara í heitu löndunum fyrir sunnan en NEI, þar skjátlaðist mér. Þær eru mikil plága á sumrin og fékk ég að kynnast þeim ansi vel. Þær verða seint sakaðar um að halda mér utan hópsins og ummerkin af félagsskapnum við þær leyndu sér ekki. Ég hef komið til þó nokkurra landa en aldrei hafa moskítóflugur verið jafn mikið vandamál og einmitt þarna á Grænlandi, norðan heimskautsbaugs! Hulis&at Greenland lceland Landgöngupramminn Viking II að sigla með tæki og tól. Pétur Hemmingsen B.Sc. í Umhverfis- og byggingarverkfræði frá HÍ2013 68 I ,,.upp f vindinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.